Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 16

Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 16
lampaskermar Steinbítsroð hentar vel til gerðar lampaskerma. Það er fallegt, sterkt og endingargott. Við verðum að koma okkur vel við fisksalann okkar til þess að fá roð af nýjum fiski. Roðið er skolað vel úr köldu vatni og hreinsað. Síðan er tekið til við að þynna það, og þarf til þess trébretti og beittan hníf, en hnífnum verður að beita á ská til þess að forðast það að gat komi á roðið. Þetta er þolinmæðisverk, því fjarlægja verður hverja himnuna á fætur annarri. Roðið er ótrúlega sterkt og þolir hressileg átök, en eftir því sem það þynnist verð- ur það fallegra og bjartara. Þegar við loks erum ánægð með árangurinn, er tekið til við að koma roðinu á skerm- grindina. Þessir skermar, sem myndirnar sýna, eru búnir til á sinn hvorn mátann. Efnið í skerminum á standlampanum er hlýraroð, það er alþakið svörtum dílum, Roðið er sniðið meðan það er blautt eftir formi skermgrindarinnar, síðan er klippt af sniðinu sem svarar 2 cm. á hvern kant. Sniðið 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.