Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 19

Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 19
Efni: Hvítur hespulopi. Smávegis a£: ljósgráum, dökkgiáum, sauðsvörtum og mórauðum lopa. x = mórautt o = ljósgrátt /. = sauðsvart / = dökkgrátt. Pr. nr. b og 6. Peysan er prjónuð með þrem misrnun- andi áttablaðarósum eins og íleppar. Stóru rósirnar eða stjörnurnar sitt hvoru megin neðst, vinstra megin að framan, sú næsta á miðjum bol hægra megin að framan og sú þriðja er prjónuð um leið og byrjað er að taka úr fyrir raglanermunum og vinstra megin eins og sú neðsta. Framstykki: Fitjið upp 70 1 á pr nr 4 og prj 6 cm fit, 1 sl 1 br. Prj slétt yfir á pr nr 5 og aukið út 1 1 hvoru megin. Síðan prj 2 garðar m hvítu. Þá eru prj 44 1 m hvítu og síðan stjarnan eftir teikn- ingunni. Best er að vefja smáhankir úr sauðalitunum, og gæta þess að snúa böndin þannig saman að ekki mynd- ist göt. Eftir 25 garða er byrjað á annarri stjörnu, en mótstætt, prj 16 1 og síðan á sama hátt eftir teikningu. Eftir 42 garða er bætt við 3 lykkjum hvoru megin, þannig að 78 1 eru á prjóninum og þá jafnframt byrjað á efstu stjörnu eftir teikningu sömu megin og sú neðsta er. A 4. pr eftir útaukninguna er tekið þannig úr: prj 2 1 og prj 3 1 saman þar til 5 1 eru eftir á prjóninum, þá er tekin 1 1 fram af prjóni, prj 2 1 saman og óprjónuðu lykkjunni brugðið vfir, þannig er tek- ið úr 4. hver prj 11 sinnum báðum megin og eru nú 34 1 eftir. Þræðið 10 miðlykkjur á band og prj hverja hlið fyrir sig. Við hálsmálið eru felldar af 2x2 og 2x1 1, en jafnframt er tvisvar enn fellt af fyrir raglan, síðustu 2 1 eru felldar af saman. Eins hinum megin. Bak: Fitjið upp 66 1 og prj fitina á pr nr 4, og haldið svo áfram eins og við frampartinn, nema stjörnurnar eru prj í öfugri röð. Þegar búið er að taka úr 12 sinnum f raglan eru eftir 26 1. Þræðið 12 miðl á band og prj hverja hlið f sig. 1 hálsmálið eru felldar af 1x3 og 1x2 1, jafnframt eru enn teknar úr 2 1 á raglanúrtökunni einu sinni. Prj á sama hátt hinum megin. Ermar: Fitjið upp 30 lykkjur á pr nr 4 og prj 6 cm brugðningu. Nú er prj á pr nr 5 og aukið út 1 1 fyrst og síðast 2 1 að auk m vissu millibili þannig að 34 1 séu á pr: Prj 3 garða hvíta og síðan 4 garða sinn í hvorum sauðalit. Aukið út 1 1 hvorum rnegin 6. hvern prjón 9 sinnum og eru þá 52 1 á pr og 40 cm frá uppfitjun. Aukið um 3 1 hvorum megin, 58 1 á prjóni, og nú er tekið úr fyrir raglan á sama hátt og fvrr segir, þegar búið er að taka úr 13 sinnum hvorum megin eru 6 1 eftir. Fellið 1 1 af hvorum megin og látið þær 4 1 sem eftir eru á öryggisnál. Frágangur og kragi: Saumið raglansaumana saman með ósýnilegum sporum svo það líti út fyrir að vera prj allt í einu. Pressið léttilega yfir. Nú eru lykkjurnar í hálsinn teknar upp á sokkaprjóna nr 4 og aukið upp í 70 1, prj 8 cm brugðn- ingu og síðan á hringprjón nr 5 m garðaprjóni, þannig að prjónað er fram og aftur og saumað saman á eftir: fyrst 2 hvítir garðar, þá 1 ljós- grjár, 1 sauðsvartur, 1 dökkgrár, 1 mórauður, 1 hvítur, 1 ljósgrár, 1 sauð- svartur, 1 dökkgrár og 2 mórauðir. Fellið laust af. A. S. HUGUR OG HÖND 19

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.