Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Síða 5

Hugur og hönd - 01.06.1980, Síða 5
Það óx fífa vestanvið túnið á Mófellsstöðum í Skorra- dal kringum 1880, og á trésmíðaverkstæði heima á bæn- um stendur glaðlyndur maður, sem minnist þess enn í dag, hvernig hún kinkaði hvítum kollinum í sumargolunni. Trésmíðaverkstæðið á Mófellsstöðum virðist í engu frá- brugðið öðrum trésmíðaverkstæðum, nema hvað óvenju mikil regla er þar á hlutunum, heflum og öðrum verkfær- um með nákvæmni raðað á hillurnar, efniviður allur snyrti- lega geymdur, þar sem lítið fer fyrir honum. En þetta ber raunar ekki vott um annað en sjálfsagða umgengnis- mennt, sem vanrækt er alltof víða. Og ef þú tækir eftir því, að það er enginn lampi til að lýsa upp verkstæðið í skammdeginu, þá mundirðu sennilega álykta sem svo, að smiðurinn hérna kærði sig ekkert um að vinna í myrkri. Eins mundirðu að líkindum skoða það vott um sérvizku hans, að engir tölustafir eru á tommustokknum, heldur djúpar skorur í þeirra stað. Svo færðu vitneskju um, að smiðurinn er blindur, og þá skilst þér, hvers vegna hér er enginn lampi. Það er ekki vegna þess, að smiðurinn vilji vinna í myrkri, held- ur vegna þess, að þrátt fyrir skin hinna skærustu lampa gæti hann aldrei unnið nema í myrkri. — Og ástæðan fyrir því, að tölustafina vantar á tommustokkinn hans, er ekki sérvizka. Smiðurinn Þórður Jónsson fæddist á Mófellsstöðum í Skorradal árið 1874. Tíu vikna gamall veiktist Þórður HUGUR OG HÖND 5 ff*

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.