Hugur og hönd - 01.06.1980, Page 13
vesti
Efni: tvöfaldur plötulopi, eingirni
Prjónar nr. 6.
Fitjaðar eru upp 40 1 með lopa.
Prjónaðir 4 garðar. Næsta umferð er
prjónuð með eingirni: 1 1 sl, bandinu
brugðið um prjóninn, alla umferðina
út. I næstu umferð sem einnig er
prjónuð með sléttu prjóni og ein-
girni, er bandinu sem var brugðið um
mwwWK'
.. ■ .*»* «
prjóninn í fyrri umferð, hleypt fram
af prjóninum, þannig að það mynd-
ast langar lykkjur.
Þá eru prjónaðar tvær umf sl. pr
eða 1 garður með lopa. Þessar fjórar
umf eru endurteknar þar til vestið er
orðið svo sítt sem óskað er. Á vestinu
sem hér er sýnt eru þær endurteknar
15 sinnum. Þá eru prjónaðir tveir
garðar með lopa og fellt laust af.
Annað stykki er prjónað eins og þau
síðan saumuð saman á hliðum og öxl-
um. Hálsmálið er mjög vítt, aðeins
saumaðar saman 8 lykkjur á fram-
og bakstykki á hvorri öxl. Á hlið-
unum er sautnað saman upp að 6.
lopagarði. I handveg eru teknar upp
42 1 með lopa, prjónaðir 3 garðar og
fellt laust af.
H.E.
HUGUR OG HOND
13