Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Side 16

Hugur og hönd - 01.06.1980, Side 16
ir mynstrið eru heklaðar 12 umf. með gráu. Lokið er heklað sér, 56 loftlykkj- ur, heklaðar 20 umf. með föstum lykkjum, fram og aftur. Lokið er síð- an saumað við töskuna, 6 umf. látnar vera á bakhliðinni. Botn er gerður á töskuna með því að hekla 38 loftl. og síðan 3 umf. fastalykkjur hringinn í kringum þær, en aukið út til endanna svo ekki strekki á. Botninn er saumað- ur við á eftir. Hankarnir eru 2 umf. fastal. og eru þeir hafðir svo langir sem hver vill. Þeir eru saumaðir þannig á töskuna að þeir myndi ramma um munstrið á- samt dökku röndinni að neða^n. Þeir eru ekki festir hærra upp en svo að hæglega megi fella lokið yfir opið. Töskuna má að sjálfsögðu hafa hærri með því að hafa umferðirnar fleiri fyr- ir ofan og neðan munstrið, og breið- ari með því að hafa fleiri lykkjur í byrjun, eða nota grófara garn. Munstrið er tekið úr Gamle is- landske motiver til korsting eftir Elsu E. Guðjónsson, sem út kom hjá Höst og Sön í Danmörku 1965. H.E. hekluð taska Taskan er hekluð úr tvíbandi, gráu og sauðsvörtu. Heklað er í hring með fastalykkjum. Byrjað á 112 loftlykkj- um og heklaðar 3 umf. með gráu. I 4. umf. eru heklaðar 36 1 með sauð- svörtu, þær eiga að vera á framhlið- inni, og svo aftur 4 umferðir gráar. Þá er byrjað á munstrinu. Talsvert auðveldara er að hekla með tveim lit- um en prjóna. í tvíbanda hekli er þráðurinn í munsturlitnum látinn fylgja með og heklað utan um hann með grunnlitnum, og þegar skipt er um lit er heklað utan um grunnlitinn. Ef heklað er t. d. fastahekl og hekla á munstur þarf að draga munst- urlitinn upp í gegnum síðustu 2 lykkj- urnar, þ.e.a.s. ljúka ekki við síðustu fastalykkju í grunnlit heldur byrja á munsturlit. Sé hins vegar lokið við fastal. í grunnlit skekkist munstrið. Drekinn á að vera yfir miðri dökku röndinni. 9 1 eru heklaðar, taldar beint upp frá fyrstu dökku lykkjunni í rönd- inni og síðan byrjað á munstrinu. Eft- 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.