Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Side 30

Hugur og hönd - 01.06.1980, Side 30
heimilisiðnaðarskólinn Heimilisiðnaðarfélag íslands á og rekur Heimilisiðnaðarskólann, sem er til húsa að Laufásvegi 2 í Reykjavík. Heimilisiðnaðarfélagið, sem var stofn- að árið 1913, hefur frá upphafi haft námskeiðarekstur og leiðbeiningar- starfsemi á stefnuskrá sinni. Félagið hefur lengstum verið fjárvana og þessi starfsemi því oft verið fátæklegri og stopulli en æskilegt hefði verið og jafnvel legið niðri ár og ár. En síðan fyrir rúmum 12 árum hafa námskeið- in verið haldin reglulega, hvern vetur frá því í sept. eða okt. til maíloka, eða byrjun júní, og stundum einstaka sumarnámskeið. A þessum árum hafa verið kenndar fjölmargar greinar, sem allar eru á einhvern hátt byggðar á gömlum og nýjum hand- og heimilis- iðnaði. Það yrði of langt mál að telja upp allar greinar, sem kenndar haf.a verið á námskeiðum Heimilisiðnaðar- félagsins gegnum árin. Hér verða þó nefndar nokkrar. Það er þá fyrst ahnennur vejnaður, sem verið hefur mjög eftirsóttur í mörg ár og virðist ekkert lát á. En þetta eru þó þau námskeið, sem þvi miður er erfiðast að reka, vegna þess að þau þurfa að standa yfir í langan tíma, vefstólar og önnur áhöld eru dýr og þurfa mikið húsrými, sem verður ekki notað til annars. M-yndvefnaður er önnur vin- sæl grein. Spjaldvefnaður er hand- verk, sem varðveist hefur með þjóð- inni frá landnámstíð og nýtur nú vax- andi vinsælda. Þá má nefna lítskurð, þjóðbúningasaum, prjón, útsaum, jurtalitun, knipl, baldíringu og tó- vinnu. Á tóvinnunámskeiðunum er kennt að meðhöndla íslensku ullina eins og gert var meðan hún var hand- unnin, þeas tekið ofan af, hært, kembt og spunnið, bæði tog og þel á rokk og halasnældu. Ef til vill kann einhverj- um að finnast það tímasóun, að sitja við að spinna, þegar verzlanir eru fullar af vélunnu bandi. Flcstum hlýt- ur þó að vera ljóst, að íslenska ullin er unnin á fremur einhæfan hátt í spunaverksmiðjunum og að nota þá framleiðslu eingöngu bindur vissulega hendur þess, sem vill vinna sérstæð verk úr íslenzkri ull og nýta hina fjölmörgu góðu eiginleika hennar. En með því að handspinna er hægt að ná fram ótrúlegustu tilbrigðum, gljáandi togið getur líkst bæði silki og líni, þelið orðið mjúkt sem mýksta bóm- ull, og við handspuna er bandið haft að vild, fínt, gróft og jafnvel mis- gróft og hnökrótt, að ekki séu nefnd óteljandi litbrigði úr sauðarlitunum, sem hægt er að fá fram með samkemb- ingu. Handvinnsla gefur þeim, sem vinna úr ull, miklu fleiri möguleika en þeim, sem eingöngu nota vélunnið efni, enda hefur það farið mjög í vöxt um allan heim, að þeir sem fást við heimilis- og listiðnað, hafi tekið upp gömul handverk, svo sem spuna og litun, til þess að fá persónulegri blæ á verk sín. Um val á námsefni í Heimilisiðn- aðarskólanum er að öðru leyti hægt að segja, að leitast er við að varðveita gömul, þjóðleg vinnubrög og finna þeim stað í nútíma þjóðfélagi. Oft gengur þetta átakalítið og eins og af sjálfu sér, þeas eftirspurn og þátttaka er næg. Að sjálfsögðu er ekki ein- göngu efnt til námskeiða í eftirsótt- ustu greinunum. Það eru jafnan boðin námskeið í greinum sem fremur tak- mörkuð aðsókn er að, greinum sem við teljum hafa ótvírætt menningar- gildi og beri því skylda til að viðhalda sem heimilis- og handiðnaði. Það er ekki eintómur leikur að koma þessum námskeiðum á. Við reynum oft aftur og aftur, áður en við fáum nógu marga til að geta hafið námskeið og okkur hefur orðið talsvert ágengt með þeirri aðferð. Tóvinnuna mætti nefna sem dæmi um námsefni, sem tekist hefur að vinna upp á þennan hátt. Undanfarna vetur hafa verið haldin 1—3 námskeið á skólaárinu, bæði mcð rokk og snældu sem aðal- spunatæki og cr þar óefað um vax- andi áhuga að ræða. Af öðrum grein- um, sem við jafnt og þétt reynum að vekja áhuga á mætti nefna, t.d. bald- íringu, knipl og útsaum. Baldíringin tengist að sjálfsögðu þjóðbúninga- saumnum, sem talsverður áhugi er fyrir, en fleiri og fleiri nota nú steypt silfur í stað baldíruðu borðanna. Sú silfurskreyting á sér enga hefð og verður að teljast fremur óæskilcg þróun. Kniplið gengur dável — hef- ur að jafnaði verið eitt námskeið á vetri nokkur undanfarin ár. Svo er það útsaumurinn. Sannleikurinn er sá, að ótrúlega erfiðlega gengur að koma á námskeiði í útsaumi, þó að manni sýnist þar almennt vera óplægður akur, ef dæmi má af þeim einhæfa útsaumi, sem íslenskar konur hafa mest handa milli og framleiða í kílómctravís, sem sé innfluttar plastpokapakkaðar krosssaumsrósir. Við eigum margar gamlar útsaums- gerðir, sem hafa varðveist hér lengur en annars staðar eða hafa fengið ein- hver séreinkenni vegna einangrunar landsins, svo sem refilsaum, glitsaum, tvenns konar augnsaum, blómstur- 26 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.