Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Qupperneq 31

Hugur og hönd - 01.06.1980, Qupperneq 31
saum, sprang, gamla krosssauminn o.fl. Þessar gömlu útsaumsaðferðir ber okkur að varðveita. í Heimilisiðnað- arskólanum er leitast við að vekja á þeim áhuga, en það hefur því miður ekki cnn borið árangur sem erfiði. Stundum kemur fyrir að spretta upp eins konar tískufyrirbrigði á handavinnusviðinu, komin frá út- löndum. í slíkum tilvikum er reynt að meta gildi þessa sem námsefnis þannig, að þeim greinum er hafnað, sem virðast aðallega fólgnar í snauðri eftiröpun, en aðrar sem gefa fólki til- efni til að nýta og þroska eigin hæfni, teknar með. Sem dæmi um slíkar greinar má nefna hnýtingar, bóta- saum, postulínsmálun, hjólflos og skermasaum. Af þessum greinum höf- um við metið hnýtingar og bótasaum- inn, sem við höfum reyndar leyft okk- ur að nefna vattteppagerð, þess virði að fara af stað með námskeið í. Báð- ar þessar greinar eru þess háttar, að þær reyna á handbragð, litaskyn og eigin sköpunarþátt, auk þess sem hentugasta efnið er náttúrlegt, sem ekki má vanmeta. Ástæður fyrir því, að við höfum hafnað greinum eins og postulínsmálun, hjólflosi og skerma- gerð, eru þessar helstar: Postulíns- málun er listgrein sem krefst langs náms, ef hún á að vera einhvers virði. Flostæknin, þeas að snúa sveif á hjóli og renna því þvers og kruss yfir grunnefni, er heldur lítils virði sem handverk. Skermagerðin virðist vera hreint 19. aldar fyrirbrigði án endur- nýjunar, nema ef vera skyldi að gervi- efni hafi leyst silki og bómullarefni af hólmi, sem getur talist umdeild endurbót. Um lengd námskeiða er það að segja, að þau eru mjög mislöng; fer það eftir námsefninu sem lagt er fyrir hverju sinni. Skólaárið 1979—1980 voru þau frá 13% kennslustund upp í 99. Mest er sóst eftir kvöldnámskeið- um, en dagnámskeið og jafnvel morg- unnámskeið hafa líka verið haldin, einkum í eftirsóttum greinum. Öll kennsla er stundakennsla. Mikil áhersla er lögð á að fá hæfa kennara með kennararéttindi, ef þess er nokk- ur kostur. Laun eru greidd samkvæmt launatöflu opinberra satrfsmanna. Nemendur eru að yfirgnæfandi meirihluta kvenfólk, líklega flest á aldrinum 20—40 ára, en þó margt bæði yngra og eldra. Stundum hafa verið sérstök námskeið fyrir börn, einstaka hafa verið fyrir kennara ein- göngu, en að öðru leyti eru engar tak- markanir settar vegna aldlurs eða menntunar, fyrir inntöku á námskeið- in. Nemandi, sem sótt hefur námskeið með minnst 80% mætingu, getur fengið í lok námskeiðs vottorð um þátttöku sína. Margir hafa getað nýtt sér þessi vottorð. Nemendur í fram- haldsskólum hafa fengið námið viður- kennt sem þátt í vali og kennarar, sem sótt hafa námskeið í Heimilis- iðnaðarskólanum hafa fengið þau við- urkennd til stiga. Hámarksfjöldi nemenda á flestum námskeiðum er 10, á sumum aðeins 8. Ef ekki innritast 6 þátttakendur eða fleiri, er námskeiðið oftast látið nið- ur falla. Kennslugjöld eru greidd fyrir- fram og verða að standa undir öllum kostnaði öðrum en launum skóla- stjóra, en þau eru greidd úr félags- sjóði H.í. Fram til hausts 1979 var umsjón og skipulag námskeiða Heimilisiðnaðar- félagsins að mestu í höndum sjálf- boðaliða. En vegna vaxandi umsvifa var rekstrinum þá breytt í skóla með yfirstjórn þriggja manna skólanefnd- ar, sem samið hefur reglugerð fyrir skólann og ráðið skólastjóra í hálft starf. Samtímis var húsnæðinu að Laufásvegi 2 gert ýmislegt til góða og mörg kcnnslutæki endurnýjuð. Skólinn er rekinn með sömu megin- markmiðum og námskeiðin áður, en leitast er við að gera stefnuna skírari og kennsluna markvissari með skipu- lögðu námsefni. Það er óhætt að segja, að Heimilis- iðnaðarskólinn er ótrúlega vel sóttur, þegar tekið er tillit til þess að hann nýtur engra styrkja og á því í harðri samkeppni við ríkisrekna og styrkta' skóla, sem starfa á svipuðu sviði, en geta boðið mun ódýíara nám. Nem- endafjöldinn hefur farið sívaxandi hin síðari ár. Á skólaárinu 1979—1980 sóttu um 460 manns 56 námskeiðj 15 greinum. Þessi nemendafjöldi sýnir og sannar þörfina fyrir Heimilisiðn- aðarskólann og að hann hefur í raun- inni þegar unnið sér rétt til inntöku í væntanlegt fullorðinsfræðslukerfi i landinu. í skólanefnd sitja þrír menn, einn skipaður af stjórn H.I., og er hann formaður nefndarinnar, annar er til- nefndur af kennurum skólans og sá þriðji er kosinn úr hópi almennra fé- laga H.I. á aðalfundi. I skólanefnd eru nú frá hausti 1980: Elínbjört Jónsdóttir, formaður, Sigurður Ein- arsson og Ásta Bernhöft, sem tók við af Rúnu Gísladóttur. Kristín Jóns- dóttir Schmidhauser gegndi skóla- stjórn til áramóta 1979-80, þá tók við undirrituð. Sigríður HaUdórsdóttir. HUGUR OG HÖND 27

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.