Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 13

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 13
indi, en Þorvaldur var þar vinnumaður. Bauðst hann til þess að fylgja mér að Kjalvararstöðum en á þeirri leið eru blautar og þýfðar mýrar. Þorvaldur átti sokk á prjón- unum, sem hann greip með sér. Lét hann nú prjóna ganga ótt og títt alla leiðina og stiklaði fimlega á þúf- unum kringum reksturinn. Þetta verk var honum í senn bæði nautn og íþrótt, enda hafði hann æft það frá barn- dómi. Lagði hann aldrei niður að ganga með prjóna sína að og frá verki. (Kristleifur Þorsteinss. 222) Og að lokum er hér ein sorgarsaga um prjónandi karlmann. . . . Og maður einn eystra reikaði prjónandi fram af sjávarhömrum. (Jón Espólín 34) Það voru fleiri en karlmenn sem gengu prjónandi í ógöngur. Á þessum hraunslóðum skeði sá atburður að ung kona þar úr sveit gekk við ásauði og hóaði saman til kvía, hún hélt á prjónunum eins og venja var á tímum vinnuhörk- unnar og hraðaði göngunni. Þessi kona var smalavön og kunnug hrauninu en í þetta sinn kunni hún fótum sínum ekki forráð og féll í hraungjótu. . . Ekki slasaðist hún í fallinu svo til baga væri en kom niður á fæturna og hélt á leist og bandi. . . Hún reyndi af fremsta megni að róa hugsunina og hélt áfram að prjóna. . . (Tryggvi Emilsson 329) Þegar líða tekur á 19. öldina verður prjónaskapurinn meira og meira kvennaverk. Skammast karlmenn sín þá jafnvel fyrir að læra slík verk eða yfirleitt að vinna ullar- og innivinnu. Sara Bertha Þorsteinsdóttir Valgerður Kristín Sigurðardóttir Heimildaskrá: Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók, um ferðir þeirra á fs- landi árin 1752-1757, Reykjavík, Bókaútg. Örn og Örlygur hf. 1975. Elínborg Lárusdóttir: Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, Akureyri, Bókaútg. Norðri 1949. Friðrik Friðriksson: Óðinn XXI árg. 1925, bls. 52. Gils Guðmundsson: Þjóðlífsmyndir, Reykjavík, Iðunn 1949. „í Eyjafirðifyrir50-60 árurn" (án höf.) Hlín, 19. árg. Akureyri, 1935. Jón Espólín og Einar Bjarnason: Saga frá Skagfirðingum (III) 1685- 1847. Reykjavík, Iðunn 1978. Jónas Jónasson frá Hrafnagili: íslenskir þjóðhœttir, Reykjavík, Jónas og Halldór Rafnar, 1945. Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar (I og II) Reykja- vík, Prentsm. Leiftur hf. 1971 og 1972. „Litið inn á Laufásveg" (án höf.) Hugur og hönd 3^1. Ársrit Heimilis- iðnaðarfcl. ísl. 1966. Lýður Björnsson: Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu, íslandssaga 1550-1830, Reykjavík. Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar 1973. Magnús Hólm Árnason: Ljúfa vor, Ak. 1961. Snorri Sigfússon: Ferðinfrá Brekku, Reykjavík, Iðunn 1968. Tryggvi Emilsson: Fátœktfólk I, Reykjavík, Mál og menning 1976. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Halldóra Bjarnadóttir, Ævisaga, Reykja- vík, Setberg 1960. Þorkell Bjarnason: Sögn ogsaga. Reykjavík, Iðunn 1949. Þorkell Jóhannesson: Ullariðnaður, Iðnsaga ísl. II, Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík 1943. HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.