Hugur og hönd - 01.06.1989, Page 11

Hugur og hönd - 01.06.1989, Page 11
Vatnið er ævafornt tákn lífsins, miklu eldra en kristindómurinn. í rit- um kirkjufeðranna er vatnið tákn hreinsunar, í senn dauða og nýs lífs og þarmeð tákn skírnarinnar. Skírnin var — og er — inntökuathöfn í kirkj- una, hún var hreinsun af fyrri lífsvið- horfum eða fyrri trú, hún merkti dauða með Kristi: skírnþeginn gaf sig á vald hinu deyðandi vatnsdjúpi er hann sté ofan í það, þar með dó hann öllum illum öflum í veröldinni. En svo reis hann upp til nýs lífs með Kristi er hann steig upp úr vatninu. Ekki var allt vatn lífgefandi. Haf- djúpið er oft tákn dauðans í fornum ritum, einnig í Biblíunni, jafnvel þeirra afla, sem tortíma vilja sjálfu sköpunarverkinu. Þess vegna er vatnið í raun tvírætt tákn eins og kemur raunar vel fram í táknrænni merkingu skírnarvatnsins. Altarisgangan er ágætt dæmi um atburð sem hefur táknrænt gildi. Þar fléttast saman mörg tákn lita, hluta, atferlis, texta, tóna og jafnvel mynda. Grundvallarþáttur hennar sem tákns er einfaldlega samfélag. Þetta skilja allir sem sitja til borðs með öðr- um og eiga þar gott samfélag. Boð- skapurinn felst í því að reynsla mannsins af samfélagi við borð er yf- irfærð yfir á veruleika trúarinnar: samfélag trúaðra, samfélag við Jesúm, samfélag Jesú við bersynd- uga og tollheimtumenn, samfélag við Guð á himnum o.s.frv. Það sem liggur til grundvallar er frásögnin um kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna á skírdagskvöld. Borðið sjálft fær þess vegna djúpa merkingu, sömuleiðis brauðið, vínið, bikarinn og brauðkarf- an (6. mynd). Þegar fjallað er um táknmál í kirkjulist er áhugavert að velta fyrir sér táknmáli og merkingu litanna. Það hefur löngum skipt miklu máli í kirkjunni. Og þar er sama að segja eins og um táknin almennt, þeir eiga sér sögulegt baksvið og frumsögu- legt ef svo má að orði komast. Þeir eiga sér sögulega notkunarhefð í kirkjunni en merking þeirra er að 6. Heilög kvöldmáltíð er algengt myndefni í kirkjulist allt frá tímum frumkirkjunnar. Hér á landi er ekkert myndefni eins algengt á altaristöfl- um og kvöldmáltíðin. Teikningin er úr breskri guðspjallabók frá miðöld- um. 7. Myndir guðspjallamannanna. Þar sem skreytingar eru á prédikunar- stólum, getur þar oftast að líta myndir guðspjallamannanna fjög- urra. Oft er Kristsmynd í miðjunni, séu fletirnir fimm. Ævaforn hefð er að baki slíkra mynda: Mattheus hef- ur mannsandlit, Markús Ijónsandlit, Lúkas birtist í nautslíki og Jóhannes í arnarlíki. Þessi hefð á sér m.a. ræt- ur í myndhefð Kerúbanna en ekki síður grundvallast hún á ritningar- stað í Opinberunarbók Jóhannesar, fjórða kafla, versum 4-6: „Og um- hverfis hásætið voru fjórar lifandi verur alsettar augum í bak og fyrir. Og fyrsta veran var lík Ijóni, og önn- ur veran var lík uxa, og þriðja veran hafði ásjónu sem maður, og fjórða veran var lík fljúgandi erni...Og eigi láta þær af, dag og nótt, að segja: Heilagur, heilagur, heilagur, drott- inn Guð, hinn alvaldi." Talið er að hér sé um að ræða enn eldra táknmál sem á sér rætur í táknmáli Egypta fyrir sólguðinn Hórus og syni hans fjóra. Samkvæmt fornri útleggingar- hefð merkir maðurinn í þessum texta holdtekju Krists, uxinn fórnar- dauðann, ijónið upprisuna og örn- inn himnaförina. Postulamyndirnar á prédikunarstólunum eru því í raun ekki tákn guðspjallamannanna heidur tákna þær ýmsa þætti í boð- skapnum um Krist. HUGUR OG HÖND 11

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.