Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 23

Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 23
Guðjónsdóttir kennari, en hún var í orlofi frá kennslu og sótti nám í smíðakennaradeildinni. Hugmyndin að hönnun töskunnar varð til þegar Sesselja, ásamt fleirum, var á ferð yf- ir Stórasand norðan Langjökuls síð- astliðið sumar. Taskan er að ytra formi með hefðbundnu sniði, þó heldur stærri en algengasta gerð af íslenskum hnakktöskum. í báðum endum töskunnar eru lítil hólf sem komast má í án þess að opna aðallok töskunnar. Þessi hólf eru hugsuð til að geyma ýmislegt smálegt sem nauðsynlegt er að hafa með á ferða- lögum, annars vegar það sem til- heyrir hestum og reiðmennsku, s.s. hóffjaðrir, taumlása, grjótkrók, kamb o. fl., hins vegar persónulega smá- hluti. í sérstöku slíðri sem spennt er ofan á lok töskunnar er sérsmíðaður, sveigður ferðafleygur úr nýsilfri. Hann er einnig hannaður og smíðað- ur af Sesselju. Jakobína Guðmundsdóttir Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: 5.-9. mynd, Þórir Sigurðsson. HUGUR OG HÖND 23

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.