Hugur og hönd - 01.06.1989, Síða 16

Hugur og hönd - 01.06.1989, Síða 16
komustaður fjölskyldunnar, mikið gert úr staðnum þar sem einstakling- urinn undirbýr hlutverk sitt í opinber- um athöfnum. Næstum er sama hvar borið er nið- ur, alls staðar er lítið gert úr mikilvægi hversdagslífsins. Hvert eiga menn framtíðarinnar að sækja sér fyrir- myndir og dæmi? Hvaðan eiga Picasso, Chagall, Per Albin Hansson og Alva Myrdal að fá fyrirmyndir og hugmyndir ef innstu svið lífsins geta ekki gefið frá sér lífsmark? Samt sem áður koma þeir nú allir, sem bera þá þungu ábyrgð að halda heilu samfélagi við lýði, og biðja um hjálp frá hversdagslífinu. Nú gætum við í norrænu heimilisiðnaðarsam- tökunum sagt við. stjórnmálamenn- ina: Of seint, of seint. Það er ekki neitt hversdagslíf hér sem getur tjáð sig með myndugleika. Hvernig á einbúinn að geta þróað málið, sagt persónulega sögu, dans- að, sungið, sagt frá, spilað? Hvernig á einbúinn að geta myndað sterk fjöl- skyldubönd og ættartengsl? Hvernig á einbúinn að geta af sér menningu? Við getum látið nægja að bjóða fram sérfræðiaðstoð okkar, selja vörur okkar á torgum. Við borgum skattana okkar til að standa straum af því fé- lagslega og þjóðlega, það getum við einbúar ekki átt neitt við. En við getum líka sagt: Velkomnir, velkomnir! Þið komiðtil réttra aðila. í norrænum heimilisiðnaði hefur hið félagslega og þjóðlega — hvers- dagslífið — alltaf verið aðalatriði. Þess vegna erum við hér og verðum hér. Aðaltilgangurinn með að stofna heimilisiðnaðarfélög var að halda fólkinu föstu í alheimi hversdagslífs- ins, þar sem barnið kemur í heiminn, þar sem örlög annarra eru þín örlög, þar sem ástin og sorgin ná tökum á þér, þar sem allt ræðst af samspilinu við lífið sjálft. Vel getum við séð að einbúinn er auðsærður, lífið í aðsetrum mann- anna skreppur saman. Samt — eða kannski einmitt þess vegna — mun- um við segja við stjórnmálamennina: Við erum til þjónustu reiðubúin, ekki aðeins með framlagi handa okkar heldur með öllu okkar sameinaða framlagi, huga og hönd. Við höfum bætt einni setningu við nafnið á skólanum okkar í Kerte- minde, danska heimilisiðnaðarskól- anum, köllum hann „skólann fyrir hversdagslist". Sú list sem við viljum skapa fyrir hversdagslífið er ekki sú litla í samanburði við þá stóru, ekki leikmannslist, heldur sú list að gera hversdagslífið skapandi, Ijá því tján- ingarmáta. Því að „án sköpunar missum við hylli guðanna" segir Goethe. Við segjum við stjórnmálamenn- ina: Við getum hjálpað ykkur. Við eig- um þau verkfæri, það handverk sem getur gefið lífi okkar yfirbragð sköp- unar. Með hjálp þeirra munum við byggja upp nýja mannlega einingu, tengja einbúana saman, gefa hvers- dagslífinu nýjan myndugleik. Svo að innstu gildi lífsins fái mál að mæla. Frederik Christensen, skólastjóri heimilisiðnaðarskólans í Kerteminde Gréta Þ. Pálsdóttir þýddi. Nvjung: Tékkaábyrgð án bankakorts á tékkum með mynd af reikningshafa. Nú ábyrgist Búnaðarbarikinn tékka, útgefna af eigendum Gullreiknings að upphœð allt að kr. 10.000,- án framvísunar bankakorts. Til þess þarf tékkinn að bera mynd af reikningshafa en slíkt stendur eigendum Gullreiknings til boða. Pað fer ekki milli mála hver þú ert. \S .ivi" 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.