Hugur og hönd - 01.06.1989, Side 28

Hugur og hönd - 01.06.1989, Side 28
Nælur Meðal annarra listmuna sem á markaði eru hérlendis um þessar mundir eru nælur af ýmsu tagi. Þær eru af ýmsum gerðum og stærðum og gerðar úr mismunandi efnum, bæði dýrum eðalmálmum og einnig ódýrari efnum, svo sem leir ýmiss konar, postulíni og jafnvel viði, þráðum og pappír. í Gallerí List og Hlaðvarpanum í Reykjavík rákumst við á gott úrval af nælum úr leir og postulíni og einnig óvenjuleg- ar nælur úr stráum með vafningum. Þær síðastnefndu fást einnig í Listasainum Nýhöfn í Reykjavík. Við birtum hér myndröð af nælum sem gaman er að virða fyrir sér, hvort sem er á Ijósmynd eða jakkaboðungi, kjól eða kápu, þar sem þær eiga allar vel heima. Nælurnar eru mjög ólíkar innbyrðis, auk þess sem einn eyrnalokkur fékk að fljóta með, en skartgripir á við þessa hafa verið hér á markaði um skeið og verið eftirsóttir. 2. Ingunni E. Stefánsdóttur sem er höfundur nælu og eyrnalokks (mynd 2) úr steinleir. Stæröir þessara hluta eru 37x74 mm og 52x34 mm. Ingunn er einnig myndmenntakennari. Nælur Áslaugar Höskuldsdóttur, sem hér eru sýndar, eru unnar úr steinleir og eru 52x49 mm og 48x48 mm (mynd 1). Áslaug er félagi í Leirlistarfélaginu og rekur keramikverk- stæði aö Keilufelli 35 í Reykjavík ásamt Elísa Jónsdóttir á hér nælu í stærö- inni 55x60 mm (mynd 3). Elísa nam leirkerasmíði í Cambridge, Englandi, og notar jarðleir og gljáandi glerung í verk sín. Hún rekur Gallerí List í Reykjavík og er eigandi þess. 28 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.