Hugur og hönd - 01.06.1989, Síða 35

Hugur og hönd - 01.06.1989, Síða 35
Heimilisiðnaðarskólinn Heimilisiðnaðarskólinn er nú að hefja ellefta starfsár sitt í húsi Heimilisiðn- aðarfélagsins að Laufásvegi 2. Kennslan ferfram síðdegis, á kvöldin og um helgar. Þetta er í fyrsta skipti sem allt húsið verður tekið undir kennslu og er það til hins betra, bæði fyrir nemendur og kennara. Aukið rými og betri vinnuaðstaða gefur skólanum góðan byr, auk þess sem breytt aðstaða opnar leiðir fyrir nýjar greinar. Markmið skólans standa óbreytt. Þar er kappkostað að varðveita göm- ul íslensk vinnubrögð, en einhvern tíma voru gamlar hefðir nýjar og reynt verður að kenna í takt við tímann og bjóða upp á nýjungar í „faginu". Nýjungar haustsins eru helgar- námskeið í pappírsgerð, kertagerð og að búa til kviksjá, auk leikbrúðu- gerðar sem er 8 vikna námskeið. Alls verða 19 námskeið í boði haustið 1989 fyrir utan jólaföndrið. Ekki er búið að fastákveða vor- námskeiðin að sinni, en allar upplýs- ingar ættu að liggja fyrir í desember- lok. Gott er að vita að inntökuskilyrði til náms í Heimilisiðnaðarskólanum eru engin, en nemendur, sem þess óska, fá vottorð um nám í skólanum og hafa fengið það viðurkennt sem þátt í list- og verkgreinanámi í fram- haldsskólum eða sem aukna fag- þekkingu. Birna Kristjánsdóttir Skrifstofa Heimilisiðnaðarskólans að Laufásvegi 2 er opin mánudag til föstudags kl. 16—18, síminn er 17800. Námskeið Heimilisiðnaðarskólans haustið 1989 Kvöldnámskeið: Almennur vefnaður Barnafatasaumur og tauþrykk Bútasaumur Dúkaprjón, hyrnur og sjöl Fatasaumur Jurtalitun Knipl Leikbrúðugerð Myndvefnaður Prjóntækni 2. okt.—16. nóv. 5. okt,— 9. nóv. 3. okt.— 7. nóv. 4. okt.— 8. nóv. 6. okt.—24. nóv. 31. okt.—19. des. 7. okt.—25. nóv. 3. okt.—21. nóv. 3. okt.— 5. des. 2. okt.— 6. nóv. Tauþrykk og batik Tóvinna Útsaumur Útskurður Helgarnámskeið: Pappírsgerð Körfugerð Kviksjá Kertagerð 2. okt.—20. nóv. 12. okt.—16. nóv. 2. okt.—20. nóv. 4. okt.—22. nóv. 14. og 15. okt. 21. og 22. okt. 11. og 12. nóv. 9. og 10. des. ÞRÍHYRNUR 0G LANGSJÖL í bókinni Þríhyrnurog langsjöl eru 27 prjónauppskriftir aö stórum og smáum hyrnum og sjölum meö margvíslegu útprjóni. Allar uppskriftirnar eru útfæröar meö prjóntákn- um á rúðustrikaöan pappír og eru auölesnar. Auk upp- skrifta eru í bókinni sögukafli og leiöarvísir þar sem gefin eru góð ráö og útskýringar. Bókin er tilvalin gjöf til þeirra sem unna íslensku handverki. Hún fæst hjá íslenskum heimilisiönaöi, Hafnarstræti 3, sími 91-11785 HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS SIGRÍÐUR HALLDORSbím'IR ÞRÍHYRNUR OG LANGSJÖL HEIMIUSIÐNAD/WtLAG I.SL\NDS HUGUROG HOND 35

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.