Hugur og hönd - 01.06.1989, Side 19

Hugur og hönd - 01.06.1989, Side 19
7. auka í 23 sinnum og lykkjufjöldinn oröinn 276 (2 + 55 + 2 + 79 + 2 + 55 + 2 + 79). Þáeru57ermalykkjur geymdar á spotta. Eftir er á bol 81 lykkja hvorum megin. Fitjaöar eru upp 7 lykkjur undir höndum (176 lykkjur á) og haldið áfram aö prjóna munsturbekki og rendur, 66 umferðir frá handvegi. Endað á 2 hvítum um- ferðum. Þá sett á hringprjón nr 3 og prjónuð 1 umferð slétt með bláu og 20 lykkjur teknar úr (156 lykkjur á). Prjónaðar brugðningar, 8 umferðir og fellt laust af, sjá affellingu á 3. mynd. Ermar. Lykkjurnar 57 eru settar á sokkaprjóna nr 31/2 og teknar upp 9 lykkjur til viðbótar við handveg (66 lykkjur á). MunsturoeKKir enauneiui- ir áfram en 2 lykkjur teknar úr á undir- ermi í 8. hverri umferð, alls 8 sinnum (50 lykkjur á). Munstrið látið enda við brugðningar eins og neðan á bol. Lykkjum fækkað í 38 og prjónaðar brugðningar með bláu á prjóna nr 3, 8 umferðir og fellt laust af. Frágangur. Þegar gengið hefur ver- ið frá lausum endum er peysan þveg- in gætilega úr mildu sápuvatni og skolvatnið kreist mjög vel úr. Síðan er hún sléttuð á handklæði og látin þorna. Ásta Björnsdóttir hannaði munstur Sigríður Halldórsdóttir gerði upp- skrift 4. Affelling sem líkist uppfitjun. 5. Tæplega 2 ára piltur í þelbands- peysu. 6. Munstur í báðar peysur, til hægri bekkur neðan á peysu I, til vinstri munstur og útaukning frá hálsmáli að handvegi á peysu II. 7. Þelbandspeysa II. Ljósmyndir: Sigríður Halldórsdóttir. Þelband Hl Við gerð prjóna- og veffyrirsagna, sem fylgja þessu eintaki Hugarog handar, hefur verið notað þel- band, einfalt eða tvinnað. Þetta band var unnið hjá Álafossi sérstaklega fyrir Heimilisiðnaðarfélagið, snemma árs 1989, úr ofanaftekinni ull. Grófleiki þess er hinn sami og var á loðbandi því sem framleitt var hjá Gefjuni á sínum tíma, þ.e. einfalda bandið nr 6 (=6 m í g) og það tvinnaða nr 6/2. Tvinnaða bandið fæst rautt, blátt, gult og hvítt, eingirnið í tveimur bláum litum, gulu og hvítu. Heimilisiðnaðarfélagið hefur í hyggju að láta taka ofan af meiri ull í þelband, einnig í sauðarlitum. Bandið er selt í verslun félagsins, Islenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, Reykjavík. HUGUR OG HÓND 19

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.