Hugur og hönd - 01.06.1989, Page 39

Hugur og hönd - 01.06.1989, Page 39
7. 8. inn tekinn upp af naglanum, snæri sett í lykkjuna og bundið um naglann með auðleysanlegum hnút. Eftir það er hægt að létta á spaninu með því að lengja í snærinu. Ef notaðar eru þvingur er önnur færð smátt og smátt nær hinni í sama tilgangi. Ef bandið á að vera eitt er brugðið eins lengi og unnt er í miðju, getur þurft að nota prjón til hjálpar við síð- ustu brugðningar, síðan er samlitur þráður dreginn í síðasta skil og festur tryggilega. Einnig er stundum fit hekluð úr þráðunum þversum og síð- asta lykkjan fest. Ef búa á til tvö styttri bönd er klippt á miðju og gengið þannig frá endunum að sprangið rakni ekki upp, oftast með skúfum. Lýsingin hér að framan á hand- brögðum við sprangbrugðningu á í meginatriðum einnig við um aðrar aðferðir sem hér verður gerð grein fyrir, sjá 5.-8. mynd.. í grunnbindingu B, þar sem þræðir snúast yfir og undir 2, eru brugðin tvö mismunandi skil til skiptis. Annað (1. skil) er brugðið nákvæmlega eins og skilið í grunnbindingu A, í hinu (2. skili) er 1 þráður úr efra skili lækkað- ur og 1 þráður úr neðra skili hækkað- HUGUR OG HÖND ur til skiptis umferðina á enda, 4. mynd. Annars staðar en í Finnlandi, þar sem vitneskja er um sprangbrugðn- ingu, virðist þessi aðferð algengust og upprunalegust. Hún er aftur á móti sjaldgæf í Finnlandi. Grunn- binding A er á flestum finnskum sprangböndum, hvort sem þau hafa miðjuspeglun eða ekki. Miðjuspegluð sprangbönd. Hér verður lýst fjórum aðferðum sem Barbro Gardberg hefur fundið í Finn- landi. 2. Teikningin sýnir hvernig rakið er bæði í sprangbrugðin og skábrugð- in bönd. 3. Grunnbinding A. 4. Grunnbinding B. 5. -8. Barbro Gardberg sýnir hand- brögð við sprangbrugðningu með einfaldri víxlun a. Ljósmynd: Kari Appelgren. 9. Sprangbrugðning, tvöföld víxlun.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.