Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 26
í 4. Góð mistök í spjaldvefnaði er það uppistaðan sem myndar útlitið, ívafið hverfur á milli. Spjöldin eru mörg eða fá allt eft- ir breidd borðans sem vefa á. Þeim er raðað saman og uppistaðan þrædd í göt á spjöldunum. Þegar ólöf hóf spjaldvefnað í skóla gerði hún í fyrstu mistök þegar hún raðaði spjöldunum saman. Árangurinn varð snúið belti en ekki slétt. Þegar hún svo fór að vinna síðar með hrosshár- ið kom snúni borðinn upp í hug henn- ar og henni þótti hugmyndin góð í myndverk. Hún notaði því þessa að- ferð í eitt verk sitt: „í lofti“. Efnið sem Ólöf vinnur úr er enn náttúruefni, hör, bómull, sísalhampur og hrosshár. í stöku verki leggur hún silfurþráð í jaðar borðanna sem er vel til fundið því að það undirstrikar samsetningu verksins. Hún litar uppistöðuna mjög mildum litum, grátónum að mestu. Litarefnið er Levafix sem eru þýskir gæðalitir og aðferðin við litunina nefnist íkat-aðferð. 26 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.