Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 25
ist hún góöa reynslu í spjaldvefnað- artækninni auk þess sem hún geröi tilraunir meö mismunandi efni viö vefnaðinn, eins og hör og ísaums- garn. Hvatning Þegar svo komiö var á Haystack Mountain-skólann í Bandaríkjunum ári eftir aö námi hennar lauk í MHÍ varö Ólöf fyrir nýrri og stórkostlegri reynslu. Skólinn er listiðnaðarstofn- un þar sem bæöi starfa og nema ungir listamenn og þeir sem eldri og reyndari eru. Þeir eru orðnir þó nokkrir íslendingarnir sem þar hafa veriö á sumarnámskeiöum. Ólöf seg- ir frá því aö þaö hafi orðið henni mikil hvatning aö kynnast fjölbreytilegri starfsemi skólans og njóta leiöbein- ingaeldri og reyndari listamanna. ís- lensk skólasystir Ólafar hlaut styrk ásamt henni til námsdvalar á Hay- stack á sama tíma. Nemendur á námskeiöinu voru hvattir til aö vinna úr náttúruefnum og notuðu flestir eitthvaö sem þeir sóttu úr umhverf- inu í verk sín. En stalla Ólafar haföi tekiö meö sér poka meö hrosshári og Ólöf fékk aö nota úr farteskinu aö vild. Hún bjó sér til spjöld sjálf og hóf störfin og hér uröu til fyrstu renning- arnir eöa borðarnir meö ílögðu hrosshári, fínleg vinnubrögö sem hún fékk mikla hvatningu við ytra. Mjög ötul listakona frá Kólombíu, vefnaöarkona sem var gestlistamað- ur og fyrirlesari á Haystack-skólan- um, sýndi tilraunum Ólafar áhuga og hvatti hana mjög til aö vinna frekar úr hugmyndum sínum. Ólöf lét ekki segja sér þaö tvisvar enda sjálf tví- efld áhuga og nú var ekki lengur um nytjalist að ræöa eingöngu. Mynd- sköpun varö henni efst í huga og ár- angurinn hefur í framvindu verksins oröið röö veggmynda sem allar eru geröar úr spjaldofnum böndum. 1. „Fyrirboði", 124x94 cm. Efnið er hör, bómull, sísal og hrosshár. Verk- in á myndum nr 1, 2, 3 og 4 eru öll spjaldofin árið 1988 og Olöf sýndi þau í FÍM-salnum að hausti sama ár. 2. „í vatni“, 141x84 cm. Úr hör, bóm- ull og hrosshári. 3. „í lofti“, stærð 180x180 cm, spjald- vefnaður frá árinu 1988. Efnið er hör, bómull, hrosshár og íslenskt fjöru- grjót. Hér eru borðarnir snúnir. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.