Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.1989, Blaðsíða 37
Sprangbrugðin bönd og skábrugðin í þessari grein eru tveimur allsér- stæðum bandagerðum gerð nokkur skil. Þær hafa aldrei, svo vitað sé, verið unnar á íslandi á þann hátt sem hér er lýst. Megináhersla verður lögð á að lýsa handbrögðum og tækni. Sprangbrugðin bönd Sprangbrugðning er þekkt annars staðar á Norðurlöndum og víðar, bæði í formi mislitra banda og sem einlit opin verk með netáferð, sí- munstruð, notuð í húfur, hanska, blúndur o.fl. Hér verður aðeins fjallað um böndin, einkum eins og þau hafa verið unnin í Finnlandi. Fyrst skal hugað að orðum. Skilj- anlega eru ekki til nein hefðbundin orð í íslensku um þessa aðferð en í dönsku, norsku, sænsku og fleiri tungumálum er nú notað orðið sprang (spráng, sprángning). Á finnsku er talað um viitelöityja nauhoja. Sænskumælandi Finnar kalla sprangbrugðin bönd plocka- band og stundum pinnband eins og þau heita í Svíþjóð. Á íslandi hafa orðin sprang og aö spranga verið HUGUR OG HÖND notuð um útsaum í net, hnýtt (rið- sprang) eða saumað. Til aðgreining- ar frá útsaumnum verða hér notuð orðin aö bregöa sprang, sprang- brugðning, sprangbrugðin bönd og sprangbönd. Fram á 20. öld voru sokkabönd og fleiri bönd sprangbrugðin í Finn- landi. Voru þau einkum algeng í suð- urhéruðum Austurbotns. Þessi bönd eru frábrugðin sprangböndum grannlandanna að því leyti að grunn- bindingin er önnur og einnig í því að brugðningin og um leið litamunstrið speglast um miðju. Þessi finnsku bönd liggja slétt en snúa ekki upp á sig eins og þegar brugðið er á sama veg alla leið, en þannig munu sprangbönd brugðin annars staðar. Reyndar eru einnig til í Finnlandi sprangbönd brugðin án miðjuspegl- unar með sömu grunnbindingu og sokkaböndin en voru þá oftast breið- ari og lengri, s.s. pelsbelti, reifalindar og treflar. Sprangbrugðin bönd eru mjög teygjanleg á breiddina og kemur áferðin best i Ijós þegar þau eru teygð þannig. Hún líkist smáriðnu neti en í rauninni eru þræðirnir snún- ir saman en ekki hnýttir. Snúningarn- ir eru gerðir með fingrunum í strekkta þræði, samtímis gert skil á þræðina sem fært er að báðum endum og grönnum tréprjónum stungið í skilið, einum við hvorn enda í hvert sinn. Besta efni í sprangbrugðin bönd er tvinnað ullargarn, ekki mjög loðið. Annaö sem þarf eru nokkrir grannir tréprjónar og tveir uppstandarar til að rekja og strekkja þræðina á með- an bandið er unnið. Auðvelt er að rekja þræðina í bandið milli tveggja nagla sem reknir eru í langa fjöl með millibili sem er ríflega lengdin sem sprangbandið á að fá (um 10% lengra). í stað naglafjalar mætti nota tvær þvingur. Rakið er með einum þræði í einu eftir rakningsmunstri, 1. Sprangbrugðin bönd unnin eftir gömlum finnskum böndum af Barbro Gardberg. Ljósmynd: Barbro Gardberg. 37

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.