Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 27
Balderingin langt komin, Inda hefur lokið við blöðin og er byrjuð að kantalíu- baldera knúppana. Mynd: Oddný. til að sauma búninginn. Magnús sá sjálfur um að útvega silfrið og fékk hann Eyjólf Kúld gullsmið til verksins. Oddný Kristjánsdóttir og Guðrún Hildur Rosenkjær tóku að sér að sauma búninginn, Inda Benjamínsdóttir balderaði og Guðrún Edda Baldursdóttir saumaði út í pilsið og blæjuna. Oddný og Guðrún Hildur hafa báðar kennt við Heimilisiðnaðar- skólann við góðan orðstír og eru menntaðir klæðskerameistarar. Inda hefur balderað á búninga síðustu ár og Guðrún Edda hefur kennt útsaum við Heimilisiðnað- arskólann að undanförnu. Guð- björg Inga Hrafnsdóttir tók að sér að vinna alla kniplinga fyrir bún- inginn, en hún hefur kniplað fyrir Heimilisiðnaðarverslunina. Allar eru þær þekktar fyrir glæsileg vinnubrögð og eru taldar mjög færar, hver á sínu sviði. Fyrsti fundur allra sem komu að verkinu var haldinn um miðjan febrúar og voru þá tekin mál og valin munstur á pilsið og fyrir balderinguna. Ræddar voru bestu gerðir af efnum og ákveðið að Margrét og Magnús leituðu að góðu klæði hjá bestu vefnaðar- Pilsið nær frágengið, búið að fella það og festa flauelskantinn neðan á. Á myndinni sést hvar skófóðrið er þrætt upp á pilsið. Munsturkanturinn er hafð- ur neðarlega á pilsinu eins og er á búningi Sigurveigar í Ási. Um miðja öldina var nokkuð um að munstrið væri saumað í pilsið upp undir hné, en það fer ekki vel og eyðileggur samræmið í búningnum. Mynd: Oddný. . Treyjan hefur tekið á sig endanlega mynd, búið er að festa balderinguna á boðunga og ermar. Ermarnar hafa verið settar í og gengið hefur verið frá þeim að framan með fínlegri hvítri blúndu. Mynd: Oddný. vöruverslunum í London en þau búa skammt fyrir utan borgina. Til samanburðar höfðu þau með sér prufur af góðu klæði úr safni Elín- ar Jónsdóttur sem hún hafði kom- ið sér upp meðan hún var kennari við Heimilisiðnaðarskólann. Elín var Oddnýju og Guðrúnu Hildi innan handar með snið og aðrar upplýsingar varðandi saumaskap- inn. Elín hafði aðlagað skautbún- ingssniðin að vaxtarlagi nútíma kvenna þegar hún vann að gerð skautbúninganna sem áður var minnst á. Ákveðið var að baldera á boð- ungana munstur eftir Sigurð Guð- mundsson málara. Munstur sem nefnist Draumsóley og var tekið úr teikningabók sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu undir númerinu Þjms.l0134b. Á pilsið var valið munstur no. 29 af svokölluðum „gulu blöðum" sem fylgdu bæk- lingi um munstur Sigurðar, sem gefinn var út af Guðrúnu Gísla- dóttur 1878.2 Baldera skyldi með Hugur og hönd 2000 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.2000)
https://timarit.is/issue/406991

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.2000)

Aðgerðir: