Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 53

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 53
Heklaðir vettlingar I uppskriftinni hér á eftir eiga tölur í sviga við stærri vettlingana, en tölur fyrir framan svigann eiga við þá minni. Aðrar tölur eiga við báðar stærðir. Efni: Þrefaldur plötulopi eða hespulopi. Heklunál: Nr. 7 eða 8 mm. Aðferð: Keðjuhekl. Barnastærð fyrir 8-10 ára og kvenstærð. Keðjuhekl. Teikning: Sigríður Halldórsdóttir. Fitjaðar eru upp 20(24) lykkjur og tengdar í hring. Ef hekla á rák- óttu áferðina fyrst (efst á vettling- unum) er bandið tekið eins og ör A á teikningu sýnir, 7(9) umferðir. Ef skipt er um lit er síðasta umferðin hekluð með nýja litnum. Þá er heklað hæfilega hátt að þumli með því að taka bandið eins og ör B sýnir, 8(10) umferðir. Skilið er eft- ir gat fyrir þumal með því að hoppa yfir 4(5) lykkjur og fitja jafnmargar loftlykkjur yfir. Þum- algat er gert á öðrum fjórðungi umferðar fyrir vinstri vettling en á þriðja fjórðungi fyrir þann hægri. Síðan er heklað á sama hátt áfram í hverja lykkju þar til komið er fram fyrir litla fingur, 8(10) um- ferðir frá þumalgati. Nú er tekið úr í hverri umferð á fjórum stöðum, á hliðum og fyrir miðju á handarbaki og lófa. Ur- takan er gerð þannig að heklunál- inni er stungið í tvo samliggjandi lykkjuhelminga eins og um eina lykkju væri að ræða. I fyrstu um- ferð eru 3(4) lykkjur heklaðar á milli úrtaka, í annarri umferð verða 2(3) lykkjur á milli o.s.frv. Tekið er úr þar til eftir eru aðeins 4 lykkjur, lopinn er þá slitinn frá og dreginn upp úr lykkjunni á nál- inni. Gengið er frá spottanum með því að sauma hann í gegnum lykkjurnar fjórar, herpa að og draga hann síðan ósýnilega nokkra cm inn í heklið áður en hann er klipptur. Þá er þumallinn heklaður með aðferð B. Fyrst er heklað í lykkj- urnar 4(5) sem skildar voru eftir Islenska lopapeysan - prjónalist - listiðn Með grein um íslensku lopa- peysuna, sem birt var í síðasta blaði af Hugur og hönd fylgdi sýnishorn af uppskrift af lopa- peysu á tvíblöðungi. Dæmigerð heimild þess tíma þegar farið er að gefa út uppskriftir af lopa- peysum og samræma bæði munstur og uppskrift og setja peysuna í staðlaðar stærðir. Þann tvíblöðung vann Erla Egg- ertsdóttir fyrir Ullarverksmiðj- una Gefjun á Akureyri. Þau mis- tök urðu við myndatexta, að þar var sagt að Jóhanna Hjaltadóttir væri hönnuður munsturs, en eins og kemur fram á bæklingi er það Anna Arnadóttir sem er hönnuður. Og eru þær báðar beðnar vel- virðingar á þ e s s u m mistökum. Um leið vill b 1 a ð i ð hvetja alla þá sem búa yfir fróðleik sem tengist íslensku lopapeysunni á einn eða annan hátt að senda blað- inu. Það er afar mikilvægt að engar heimildir glatist. Vitað er að ótalmargir búa yfir sérþekk- ingu bæði um verklag, upp- runa og þróun íslensku lopa- peysunnar. K.S.J. fyrir þumalgatið, síðan 1 lykkja í vikið, þá í lykkjurnar 4(5) sem fitj- aðar voru og síðast 1 í seinna vikið. Alls verða þá 10(12) lykkjur í þumli og eru heklaðar í þær 5(7) umferðir. Síðan er tekið úr á þrem- ur stöðum á sama hátt og á totu þar til 3 lykkjur eru eftir og gengið frá spottanum. Vettlingarnir eru að lokum undnir upp úr volgu sápuvatni og látnir þorna sléttir. Þessi uppskrift hefur að grunni til áður birst í Húsfreyjunni, 4. tbl. 28. árg. 1977, undir yfirskriftinni „Heklaðir vettlingar". Hér birtist hún endurskoðuð og örlítið breytt. Þekki einhverjir lesendur blaðs- ins þetta hekl frá gamalli tíð, væri forvitnilegt að frétta af því, þ.e. hvar og hjá hverjum lesandi hafi kynnst heklinu og hvað það hafi verið nefnt. Með „gamalli tíð" er hér átt við að lesandi hafi séð heklið áður en ráðunautur HI sýndi það, á árunum 1973 - 1979, víða um landið. Lína um þetta væri mjög vel þegin. (Heimilis- fang undirritaðrar: Fannborg 8 - 405, 200 Kópavogi). Sigrídur Halldórsdóttir Danfoss hf. Skútuvogi 6 • Sími 510 4100 Forsætisráðuneytið Lækjartorgi • Sími 560 9400 Hallarmúli sf. Heimilisprýði Hallarmúli 1 • Sími 553 8177 Haraldur Böðvarsson hf. Bárugötu 8-10, Akranesi • Sími 431 1800 Heimili og Skóli Laugavegi 7 • Sími 562 7475 Hitaveita Suðurnesja Brekkustíg 36, Njarðvík • Sími 422 5200 Kópavogsbær Fannborg 2 • Sími 554 1570 Landbúnaðarráðuneytið Rauðarárstíg 25 • Sími 560 9750 Hugur og hönd 2000 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.