Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 28
Faldurinn mátaður, höfundur aðstoðar Guðrúnu Hildi við að hagræða blæjunni. Mynd: Magnús. gullvír og pilsmunstrið átti að sauma með lykkjuspori úr reyrðu garni í gullnum litum. Þetta munstur er það sama og er á bún- ingi Sigurlaugar í Asi.3 Oddný og Guðrún hófust þegar handa með máltöku og sniðteikn- ingar, en Margrét og Magnús fundu ákaflega fallegt klæði hjá The London Textile Co., 99 Regent Street í London. Saumakonurnar gerðu prufu af treyju úr lérefti og mátuðu. Þær gerðu um leið snið af borðunum fyrir Indu. Alls voru 10 mátanir á þeim 6 mánuðum sem verkið tók. Nokkur leit varð að vír fyrir balderinguna, en Guðrún Einars- dóttir, sem kennir balderingu í Heimilisiðnaðarskólanum reynd- ist eiga ágætan vír sem hún lét okkur í té. Þá fengum við mjög góðar kantalíur hjá Sigríði Jó- hannsdóttur textíllistakonu. Ég hagræddi munstrum Sigurðar nokkuð, breytti oddunum á blöð- unum, svo auðveldara væri að vinna þau og lengdi munstrið í samræmi við stærð Margrétar. Munstur Sigurðar eru frá miðri síðustu öld, þegar konur voru mun minni og rýrari en nú, svo það verður að aðlaga munstrin stærð nútíma kvenna, ef hægt á að vera að nota þau. Inda balderaði fyrst í ermarnar og síðan boðung- ana. Hún balderaði á svart bómull- arflauel frá Vogue og hafði undir kálfapergament sem Borgarfell út- vegar mér. Einnig notaði hún pergament undir blöðin. Það tók hana 330 klukkutíma að vinna verkið. Guðrún Edda vann á þessum tíma prufur fyrir pilsið úr mis- munandi garni af ýmsum gróf- leika. Niðurstaðan varð sú að not- að var DMC perlugarn no. 8. Guð- rún Edda þræddi fyrst 28 cm breiðan léreftsrenning á röngunni neðan á pilskantinn og teiknaði munstrið á hann. Hún þræddi síð- an þétt eftir teikningunni í gegnum efnið með gulum tvinna og fékk þannig munstrið fram á réttuna. A þennan hátt kom hún í veg fyrir að munstrið máðist út eða haggaðist á meðan hún vann. Guðrún Edda notaði saumahring til að halda efn- inu strekktu svo það herptist ekki saman um bogana. Utsaumurinn í pilsið, með undirbúningi, tók 151 klukkutíma og var því verki lokið 20. júní. Efnið í blæjunni er bómullartjull sem til var í Heimilisiðnaðarbúð- inni og komið mun vera úr lager hannyrðaverslunarinnar Baldurs- brár, sem sá íslenskum konum fyr- ir efni í þjóðbúninginn í áratugi. Guðrún Edda saumaði í tjullið með óskiptum þræði af hvítu áróragarni. Á blæjuna var notuð útfærsla á munstri no. 36 af „gulu blöðunum" sem Sigurður hafði teiknað fyrir kyrtilermar í stíl við pilsmunstrið. Það tók hana rúma 30 tíma að sauma í blæjuna. Búningurinn var sem fyrr segir mátaður 10 sinnum og er það mat Brúðurin stendur hér með „landsliðinu", talið frá vinstri, Guðrún Hildur Ros- enkjær klæðskerameistari, brúðurin Margrét Ragnarsdóttir, balderingakonan Inda Benjamínsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir klæðskerameistari og Guðrún Edda Baldursdóttir útsaumskennari. Mynd: Magnús. 28 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.