Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 48
Svanur Ingvarsson, húsasmiður og smíðakennari í Sólvallaskóla og Sandvíkurskóla á Selfossi, er sá þriðji í dómnefndinni. Dómnefndin valdi gripinn Bergþór í Bláfelli eftir Guðmund Magnússon, kennara og húsasmið á Flúðum. Hann er tálgaður úr ís- lensku birki. Hugmyndin er sótt í þjóðsöguna um Bergþór í Bláfelli sem er vel þekkt á Suðurlandi og víðar. Sýrukerið á Bergsstöðum sem fyllt er með sýru á hverju ári og legsteinninn við Haukadals- kirkju eru ótvíræð merki um hversu lifandi þjóðsagan af Berg- þóri er og hefur verið. Dómnefndinni fannst þessi til- laga samræmast vel markmiðun- um, auk þess sem slíka gripi vant- ar á minjagripamarkaðinn bæði fyrir innlenda sem erlenda ferða- langa. Hún fullnægir einnig mark- miðum um nýtingu á íslenskum viði. Vinnslan gerir ekki kröfur um flókinn tækjabúnað né aðstöðu. Verðlaunin voru 100.000 kr. og gaf Límtré hf á Flúðum fé til verð- launanna. Nú er unnið að undirbúningi að fjöldaframleiðslu með því m.a. að skipta verkefninu upp í hag- kvæma verkþætti og tímamæla þá. Fyrir liggur að finna fólk sem tilbúið er að taka þátt í framleiðsl- unni. Vonast er til að Bergþór finnist í verslunum í sumar, a.m.k. til reynslu, en allt bendir til þess að Bergþór í Bláfelli muni enda inni á fjölmörgum heimilum inn- anlands sem utan. Texti og mynd: Ólafur Oddsson Islensk karlmannaföt 1740-1850 Fríður Ólafsdóttir dósent hefur um árabil unnið að rannsóknum á ís- lenskum karlmannafatnaði. Lega Islands, landshættir, veð- urfar og hráefni til fatagerðar voru fyrr á öldum afgerandi fyrir klæða- burð Islendinga en samfélagslegir þættir, verkkunnátta og mismun- andi þjóðfélagsaðstæður gegndu einnig veigamiklu hlutverki og þannig urðu til íslensk sérein- kenni. Bókin íslensk karlmannaföt frá 1740-1850 lýsir varðveittum ís- lenskum karl- mannaflíkum í texta og mynd- um. Flíkurnar eru varðveittar í Þjóðminja- safni Islands og Nationalmu- seet í Kaup- mannahöfn. Þar sem hráefnið, sauðfjárullin, er uppistaðan í varðveittum íslenskum karlmannaflíkum er fjallað um eigin- leika hennar og vinnslu í sérstökum kafla. Sömuleiðis eru kaflar um prjóna- og saumaþekkingu íslend- inga til að gefa innsýn í vinnuaðferð- ir við íslenska fatagerð fyrr á öldum. Sérstakur kafli er um tengsl varðveittra karlamannaflíka við svokallaða þjóðlega búninga eða þjóðbúninga íslenskra karla. Einnig eru í bókinni nákvæmar teikningar af formum flíkanna og niðurstöður um vinnuaðferðir og útfærslur. Bókin er í skemmtilegu, hand- unnu bandi sem unnið er af höf- undinum. ISLENSK karlmannaföt NORRÆNU HEIMILISIÐNAÐARBLÖÐIN Danska blaðið Nafn: Husflid. Utgefandi: Dansk Husflidsselskab. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 210 Dkr. Heimilisfang: Husflid, Tyrebakken 11, 5300 Kerteminde, Danmark. Netfang: dansk@husflid.dk VtrktUdet! Lag dtn tgtn boa Norska blaðið Nafn: Norsk Husflid. Útgefandi: Norges Husflidlag. Kemur út 5 sinnum á ári. Áskriftargjald: 255 Nkr. Heimilisfang: Norsk Husflid, Kirkegt. 32, Pb 860 Sentrum, 0104 Oslo, Norge. Sænska blaðið Nafn: Hemslöjden. Útgefandi: Svenska Hemslöjdsföreningarnars Riksförbund, SHR. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 290 Skr. Heimilisfang: Hemslöjden, Kungsgatan 51 903 26 Umeá, Sverige Netfang: tidskriften@hemslojden.org Finnska blaðið Nafn: TAITO (Hemslöjd och konsthantverk med svensk bilaga). Útgefandi: Förbundet for Hemslöjd och Konsthantverk. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 281 Fim. Heimilisfang: Taito, PL186, Vastausláhetys, Sopimus 00180/71, 00003 Helsinki, Finland. 48 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.