Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 19
Hátíðahökull - Vorhökull / Hólmfríðar Arnadóttur Fyrstu hugrenningar mínar sem snertu hönnun og gerð kirkjuhökla má rekja til þeirra breytinga í textíl sem urðu í kring- urn 1970 þegar eldri hefðir fóru víkjandi og ný stílbrigði voru tekin gild. Það varð mér því einkar kærkomið verk- efni þegar mér var falið að hanna og vinna allan altarisbúnað Fríkirkjunnar í Reykja- vík árið 1982 auk þeirra tveggja hökla sem hér sjást. Þeir eru eins og áður sagði hátíða- og vorhökull með stólum í sama stíl. Við hönnun höklanna hefi ég leitast við að ná fram stíl- hreinum einfaldleika með þeim skreytitáknum sem rímuðu vel við heildarstílinn. í mínum huga eru skreytitákn höklanna sótt til hinnar helgu bókar. Hvíti hátíðahökullinn ber tákn sín í efri hlutum fram- og bakstykkja. Tákn hans eru sótt til biblíunnar eins og áður sagði en einnig til sindrandi vatnsfalls sem í barnsminni mínu teng- ist Öxarárfossi og kemur mér oft í huga. Táknum stóru þver- sporanna er ætlað að minna á nagla og krossfestingu. Skreytitákn hátíðahökulsins eru eins á fram- og bakstykki. Ofið er með stuðlamunstri úr japönsku lúrex í gull- og silfur- litum ásamt svörtum uppistöðuþráðunum sem leika sín til- brigði. Táknið má einnig vefa í annan renning sem festur er síðan fínlega niður á miðrenninginn með föllum til endanna (við hreinsun má losa þetta stykki frá). Vorhökullinn ber stórt og stílfært krosstákn á bakhlið en heilan renning á framhlið sem ofin eru úr sömu þráðategund- um og tákn hátíðahökulsins. Þau eru síðan saumuð niður með fíngerðum afturstingssporum. Báðir eru höklarnir handofnir, hátíðahökullinn úr þremur renningum en vorhökullinn úr fjórum. Hátíðahökullinn er of- inn úr hvítum og svörtum hör en vorhökullinn úr flösku- grænu ullarkambgarni, báðir eru þeir ofnir með vaðmáli og einskeftu. Faldar allra renninganna eru ofnir með þéttri og fíngerðri einskeftu. Renningarnir eru síðan hannaðir í samræmi við heildarstílinn. Hálsmál hátíðahökulsins er myndað með því að hafa miðrenningana misháa í fram- og bakstykkjum og brúnir þeirra með breiðum innafbrotum en hálsmál vorhök- ulsins með því að skábrjóta tvo miðrenningana að miðju. Hátíðahökullinn er saumaður saman í höndum, með tvö- földum þversporum heftum til styrktar í miðju. Vorhökullinn er hins vegar saumaður saman í saumavél og síðan fóðraður. Höklarnir eru opnir á hliðunum. Klaufar eru látnar ganga upp frá földum hátíðahökulsins með því að skilja eftir ósaumaða neðstu hluta renninganna. Elín Björnsdóttir vefari aðstoðaði við vefnað höklanna. Hólmfríður Árnadóttir H.Á. tók þátt í kirkjulistarsýningum að Kjarvalsstöðum 1985 og í Hallgrímskirkju 1995. Einnig eru myndir af höklum hennar í hókinni „Höklar" (útg.: Kirkjulistar- nefnd þjóðkirkjunnar 1993). Þeir eru í eigu Hönnunarsafns íslands. Hugur og hönd 2000 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.