Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 20

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 20
Klausturhannyrðir á 20. öld Útsaumur og aðrar hannyrðir hafa tíðkast í klaustrum um aldir. Hér á landi eru til heimildir um iðkun út- saums á Hólastað í tíð Jóns Og- mundssonar, fyrsta biskups þar. Sagt er frá Ingunni lærðu, „hreinferðugri jungfrú", sem var vel að sér til munns og handa, kenndi „grammaticam" og lét lesa fyrir sér latínubækur á meðan hún saumaði út eða sinnti öðrum störf- urn. Nunnuklaustrin tvö, að Kirkju- bæ í Skálholtsbiskupsdæmi og Reynistað í Hólabiskupsdæmi, hafa án efa verið umsvifamikil hannyrðasetur á sinni tíð. I nokkrum heimildum er getið um ungar stúlkur sem sendar voru til náms í klaustrunum, og má ætla að hannyrðir hafi verið meðal þess sem nunrið skyldi. Þá eru einnig til heimildir sem vísa til þess að í nunnuklaustrum hafi verið saum- að út gegn þóknun. Þar má nefna að í annálsgrein frá 1405 kernur fram að Vilchin Skálholtsbiskup, sem lést það sama ár, hafi látið gera refla í Kirkjubæjarklaustri til að tjalda kringum alla stórustof- una í Skálholti. Er þess einnig get- ið að biskup hafi sjálfur „lagt allan kostnað til".!t I Karmelklaustrinu í Hafnarfirði búa um þessar mundir 11 nunnur. Þær eru af pólskum ættum og hafa sumar búið hér allt frá árinu 1984, er þær tóku við klaustrinu af hol- lenskum nunnum, sem þá höfðu dvalið þar um árabil. Karmelsystur í Hafnarfirði iðja í höndum milli þess sem þær sinna trúarlegri iðkun, íhugun og fyrir- bænum. Þær skreyta kerti fyrir ýmis kirkjuleg tækifæri, mála jóla- og tækifæriskort og vinna ýmsa smá- hluti í höndum, einkum táknræna gripi með myndum Krists og Maríu. Slíka hluti hafa þær til sölu í klaustr- inu og velunnarar þeirra styrkja þær með því að kaupa þá af þeim. 20 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.