Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 20
Klausturhannyrðir á 20. öld Útsaumur og aðrar hannyrðir hafa tíðkast í klaustrum um aldir. Hér á landi eru til heimildir um iðkun út- saums á Hólastað í tíð Jóns Og- mundssonar, fyrsta biskups þar. Sagt er frá Ingunni lærðu, „hreinferðugri jungfrú", sem var vel að sér til munns og handa, kenndi „grammaticam" og lét lesa fyrir sér latínubækur á meðan hún saumaði út eða sinnti öðrum störf- urn. Nunnuklaustrin tvö, að Kirkju- bæ í Skálholtsbiskupsdæmi og Reynistað í Hólabiskupsdæmi, hafa án efa verið umsvifamikil hannyrðasetur á sinni tíð. I nokkrum heimildum er getið um ungar stúlkur sem sendar voru til náms í klaustrunum, og má ætla að hannyrðir hafi verið meðal þess sem nunrið skyldi. Þá eru einnig til heimildir sem vísa til þess að í nunnuklaustrum hafi verið saum- að út gegn þóknun. Þar má nefna að í annálsgrein frá 1405 kernur fram að Vilchin Skálholtsbiskup, sem lést það sama ár, hafi látið gera refla í Kirkjubæjarklaustri til að tjalda kringum alla stórustof- una í Skálholti. Er þess einnig get- ið að biskup hafi sjálfur „lagt allan kostnað til".!t I Karmelklaustrinu í Hafnarfirði búa um þessar mundir 11 nunnur. Þær eru af pólskum ættum og hafa sumar búið hér allt frá árinu 1984, er þær tóku við klaustrinu af hol- lenskum nunnum, sem þá höfðu dvalið þar um árabil. Karmelsystur í Hafnarfirði iðja í höndum milli þess sem þær sinna trúarlegri iðkun, íhugun og fyrir- bænum. Þær skreyta kerti fyrir ýmis kirkjuleg tækifæri, mála jóla- og tækifæriskort og vinna ýmsa smá- hluti í höndum, einkum táknræna gripi með myndum Krists og Maríu. Slíka hluti hafa þær til sölu í klaustr- inu og velunnarar þeirra styrkja þær með því að kaupa þá af þeim. 20 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.