Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 36
Legsteinn Jóns Þorvaldssonar bónda í Deildartungu, f. 1742, d. 1830, og konu hans Helgu Hákonardóttur, f. 1752, d. 1825, í Reykholtskirkjugarði. Höggvinn af Jakobi Snorrasyni á Húsafelli, d. 1839. Ljósmynd: Gísli Gestsson, 1963. Legsteinn Steinunnar Ásmundsdóttur húsfreyju á Hurðarbaki í Reykholtsdal, f. 1796, d. 1879, í Reykholtskirkjugarði. Steinninn var orðinn mjög brotinn er myndin var tekin 1963. Ljósmynd: Gísli Gestsson. og þyngd meiri en flestra annarra, en einkum er fastmótað og haglegt letrið greinilega gert af lærðum manni, sem aflað hefur sér lær- dóms innan listasviðs. Mun Þor- kell þá fyrsti nafngreindi stein- smiður íslenskur, ef frá er skilinn Guðmundur Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð, sem þekktur er fyrir mörg hagleiksverk, trésmíði, útskurð og steinsmíði, eru til eftir hann legsteinar í hans dæmigerða barokstíl, en Guðmundur nam listiðn erlendis. Á 19. öld lærðu nokkrir íslend- ingar steinsmíð ytra, fjölgaði stein- smiðum einnig að mun eftir bygg- ingu Alþingishússins, þá námu margir steinsmíði af hinum út- lendu steinhöggvurum. Nokkrir þeirra lögðu síðan fyrir sig leg- steinasmíði, og má sjá verk þeirra í kirkjugörðum. Hefur Björn Th. Björnsson gert ýmsum þeirra skil í bók sinni um Minningarmörk í Hólavallakirkjugarði. En hér skal gengið fram hjá þessum lærðu steinsmiðum en minnzt í staðinn handaverka manna, sem teljast mega ólærðir eða lærðu af öðrum ólærðum smiðum, náðu þó svo langt sumir að telja megi þá með fullfærustu steinsmiðum lærðum. Verða þá fyrst fyrir Húsafellsmenn, afkom- endur séra Snorra, hins nafnfræga Húsafellsklerks. Séra Snorri er þjóðfrægur af ýmsum íþróttum sínum og list- um, en ekki sízt fyrir kraftatök sín. Engir legsteinar verða þó eignaðir Snorra sjálfum, en af- komendur hans hjuggu legsteina hver fram af öðrum, og með þeirri snilld að margir gætu þeir verið eftir fullnuma erlenda stein- höggvara. Legsteinar eftir þá Húsafells- menn eru víða í kirkjugörðum, einkum vestanlands. Flestir eru þeir á einum stað í Reykholts- kirkjugarði, en einnig þekkjast þeir í fjarlægum kirkjugörðum. Steinninn yfir séra Stefán Ólafs- 36 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.