Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 36

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 36
Legsteinn Jóns Þorvaldssonar bónda í Deildartungu, f. 1742, d. 1830, og konu hans Helgu Hákonardóttur, f. 1752, d. 1825, í Reykholtskirkjugarði. Höggvinn af Jakobi Snorrasyni á Húsafelli, d. 1839. Ljósmynd: Gísli Gestsson, 1963. Legsteinn Steinunnar Ásmundsdóttur húsfreyju á Hurðarbaki í Reykholtsdal, f. 1796, d. 1879, í Reykholtskirkjugarði. Steinninn var orðinn mjög brotinn er myndin var tekin 1963. Ljósmynd: Gísli Gestsson. og þyngd meiri en flestra annarra, en einkum er fastmótað og haglegt letrið greinilega gert af lærðum manni, sem aflað hefur sér lær- dóms innan listasviðs. Mun Þor- kell þá fyrsti nafngreindi stein- smiður íslenskur, ef frá er skilinn Guðmundur Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð, sem þekktur er fyrir mörg hagleiksverk, trésmíði, útskurð og steinsmíði, eru til eftir hann legsteinar í hans dæmigerða barokstíl, en Guðmundur nam listiðn erlendis. Á 19. öld lærðu nokkrir íslend- ingar steinsmíð ytra, fjölgaði stein- smiðum einnig að mun eftir bygg- ingu Alþingishússins, þá námu margir steinsmíði af hinum út- lendu steinhöggvurum. Nokkrir þeirra lögðu síðan fyrir sig leg- steinasmíði, og má sjá verk þeirra í kirkjugörðum. Hefur Björn Th. Björnsson gert ýmsum þeirra skil í bók sinni um Minningarmörk í Hólavallakirkjugarði. En hér skal gengið fram hjá þessum lærðu steinsmiðum en minnzt í staðinn handaverka manna, sem teljast mega ólærðir eða lærðu af öðrum ólærðum smiðum, náðu þó svo langt sumir að telja megi þá með fullfærustu steinsmiðum lærðum. Verða þá fyrst fyrir Húsafellsmenn, afkom- endur séra Snorra, hins nafnfræga Húsafellsklerks. Séra Snorri er þjóðfrægur af ýmsum íþróttum sínum og list- um, en ekki sízt fyrir kraftatök sín. Engir legsteinar verða þó eignaðir Snorra sjálfum, en af- komendur hans hjuggu legsteina hver fram af öðrum, og með þeirri snilld að margir gætu þeir verið eftir fullnuma erlenda stein- höggvara. Legsteinar eftir þá Húsafells- menn eru víða í kirkjugörðum, einkum vestanlands. Flestir eru þeir á einum stað í Reykholts- kirkjugarði, en einnig þekkjast þeir í fjarlægum kirkjugörðum. Steinninn yfir séra Stefán Ólafs- 36 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.