Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 8
Erlingur Jónsson Mynd- og handmenntar- kennari og myndlistarmaður Erlingur Jónsson er fæddur árið 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd. A öðru ári fluttist hann með móður sinni til Hafnarfjarðar og ólst þar upp. Hann gekk í Gamla barnaskól- ann, Lækjarskóla og Flensborg. Snemma vaknaði áhugi hans á handverki og myndlist. Erlingur útskrifaðist sem smíða- kennari frá Kennaraskóla Islands vorið 1955 og hóf kennslustörf í Keflavík þá um haustið. Hann segir að námið í Kennaraskólanum hafi orðið sér notadrjúgt, aðalkennari hans var Gunnar Klængsson, fram- úrskarandi lærimeistari og persónu- leiki. Aðrir kennarar sem hann Minnismerki um Stjána bláa. Kefla- vík. Brons. Erlingur Jónsson. minnist sérstaklega eru Sveinn Kjar- val og Björn Th. Björnsson, en hann kenndi listasögu. Erindi Björns um Bauhausstefnuna höfðu mikil áhrif á Erling og vöktu hann til umhugs- unar. Þegar hann hafði verið kennari í nokkur ár fór hann að hugsa um hvort ekki væri hægt að koma upp aðstöðu fyrir almenning í Keflavík til iðkunar mynd- og handmenntar og listiðna. Hugmynd hans var sú að áhugasamt fólk á öllum aldri gæti notað sér þessa aðstöðu og fengið þar fræðslu og verklega þjálfun hjá viðurkenndum myndlistarmönnum og handverksfólki og gæti þannig notað tíma sinn til að efla eigin tján- ingarhæfni og sköpunarkraft. Erlingur hafði það einnig í huga að þátttakendur í þessu námi lærðu hver af öðrum eins og mögulegt væri, hann vissi sem er að víða finnst sjálfmenntað hagleiksfólk í mynd- og handmennt, fólk sem hefur öðlast dýrmæta reynslu og færni sem margt má af læra. Þarna átti hugur og hönd að ráða ríkjum. Erlingur kynnti hugmyndina, mörgum fannst hún ágæt en efa- semdar gætti hjá öðrum. Á þessum tíma var Rögnvaldur Sæmundsson Norskur Spellemanspris 1985. TONO. Farandverðlaun. Brons. 8 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.