Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 8

Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 8
Erlingur Jónsson Mynd- og handmenntar- kennari og myndlistarmaður Erlingur Jónsson er fæddur árið 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd. A öðru ári fluttist hann með móður sinni til Hafnarfjarðar og ólst þar upp. Hann gekk í Gamla barnaskól- ann, Lækjarskóla og Flensborg. Snemma vaknaði áhugi hans á handverki og myndlist. Erlingur útskrifaðist sem smíða- kennari frá Kennaraskóla Islands vorið 1955 og hóf kennslustörf í Keflavík þá um haustið. Hann segir að námið í Kennaraskólanum hafi orðið sér notadrjúgt, aðalkennari hans var Gunnar Klængsson, fram- úrskarandi lærimeistari og persónu- leiki. Aðrir kennarar sem hann Minnismerki um Stjána bláa. Kefla- vík. Brons. Erlingur Jónsson. minnist sérstaklega eru Sveinn Kjar- val og Björn Th. Björnsson, en hann kenndi listasögu. Erindi Björns um Bauhausstefnuna höfðu mikil áhrif á Erling og vöktu hann til umhugs- unar. Þegar hann hafði verið kennari í nokkur ár fór hann að hugsa um hvort ekki væri hægt að koma upp aðstöðu fyrir almenning í Keflavík til iðkunar mynd- og handmenntar og listiðna. Hugmynd hans var sú að áhugasamt fólk á öllum aldri gæti notað sér þessa aðstöðu og fengið þar fræðslu og verklega þjálfun hjá viðurkenndum myndlistarmönnum og handverksfólki og gæti þannig notað tíma sinn til að efla eigin tján- ingarhæfni og sköpunarkraft. Erlingur hafði það einnig í huga að þátttakendur í þessu námi lærðu hver af öðrum eins og mögulegt væri, hann vissi sem er að víða finnst sjálfmenntað hagleiksfólk í mynd- og handmennt, fólk sem hefur öðlast dýrmæta reynslu og færni sem margt má af læra. Þarna átti hugur og hönd að ráða ríkjum. Erlingur kynnti hugmyndina, mörgum fannst hún ágæt en efa- semdar gætti hjá öðrum. Á þessum tíma var Rögnvaldur Sæmundsson Norskur Spellemanspris 1985. TONO. Farandverðlaun. Brons. 8 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.