Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 19

Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 19
Hátíðahökull - Vorhökull / Hólmfríðar Arnadóttur Fyrstu hugrenningar mínar sem snertu hönnun og gerð kirkjuhökla má rekja til þeirra breytinga í textíl sem urðu í kring- urn 1970 þegar eldri hefðir fóru víkjandi og ný stílbrigði voru tekin gild. Það varð mér því einkar kærkomið verk- efni þegar mér var falið að hanna og vinna allan altarisbúnað Fríkirkjunnar í Reykja- vík árið 1982 auk þeirra tveggja hökla sem hér sjást. Þeir eru eins og áður sagði hátíða- og vorhökull með stólum í sama stíl. Við hönnun höklanna hefi ég leitast við að ná fram stíl- hreinum einfaldleika með þeim skreytitáknum sem rímuðu vel við heildarstílinn. í mínum huga eru skreytitákn höklanna sótt til hinnar helgu bókar. Hvíti hátíðahökullinn ber tákn sín í efri hlutum fram- og bakstykkja. Tákn hans eru sótt til biblíunnar eins og áður sagði en einnig til sindrandi vatnsfalls sem í barnsminni mínu teng- ist Öxarárfossi og kemur mér oft í huga. Táknum stóru þver- sporanna er ætlað að minna á nagla og krossfestingu. Skreytitákn hátíðahökulsins eru eins á fram- og bakstykki. Ofið er með stuðlamunstri úr japönsku lúrex í gull- og silfur- litum ásamt svörtum uppistöðuþráðunum sem leika sín til- brigði. Táknið má einnig vefa í annan renning sem festur er síðan fínlega niður á miðrenninginn með föllum til endanna (við hreinsun má losa þetta stykki frá). Vorhökullinn ber stórt og stílfært krosstákn á bakhlið en heilan renning á framhlið sem ofin eru úr sömu þráðategund- um og tákn hátíðahökulsins. Þau eru síðan saumuð niður með fíngerðum afturstingssporum. Báðir eru höklarnir handofnir, hátíðahökullinn úr þremur renningum en vorhökullinn úr fjórum. Hátíðahökullinn er of- inn úr hvítum og svörtum hör en vorhökullinn úr flösku- grænu ullarkambgarni, báðir eru þeir ofnir með vaðmáli og einskeftu. Faldar allra renninganna eru ofnir með þéttri og fíngerðri einskeftu. Renningarnir eru síðan hannaðir í samræmi við heildarstílinn. Hálsmál hátíðahökulsins er myndað með því að hafa miðrenningana misháa í fram- og bakstykkjum og brúnir þeirra með breiðum innafbrotum en hálsmál vorhök- ulsins með því að skábrjóta tvo miðrenningana að miðju. Hátíðahökullinn er saumaður saman í höndum, með tvö- földum þversporum heftum til styrktar í miðju. Vorhökullinn er hins vegar saumaður saman í saumavél og síðan fóðraður. Höklarnir eru opnir á hliðunum. Klaufar eru látnar ganga upp frá földum hátíðahökulsins með því að skilja eftir ósaumaða neðstu hluta renninganna. Elín Björnsdóttir vefari aðstoðaði við vefnað höklanna. Hólmfríður Árnadóttir H.Á. tók þátt í kirkjulistarsýningum að Kjarvalsstöðum 1985 og í Hallgrímskirkju 1995. Einnig eru myndir af höklum hennar í hókinni „Höklar" (útg.: Kirkjulistar- nefnd þjóðkirkjunnar 1993). Þeir eru í eigu Hönnunarsafns íslands. Hugur og hönd 2000 19

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.