Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 48
Svanur Ingvarsson, húsasmiður
og smíðakennari í Sólvallaskóla
og Sandvíkurskóla á Selfossi, er sá
þriðji í dómnefndinni.
Dómnefndin valdi gripinn
Bergþór í Bláfelli eftir Guðmund
Magnússon, kennara og húsasmið
á Flúðum. Hann er tálgaður úr ís-
lensku birki. Hugmyndin er sótt í
þjóðsöguna um Bergþór í Bláfelli
sem er vel þekkt á Suðurlandi og
víðar. Sýrukerið á Bergsstöðum
sem fyllt er með sýru á hverju ári
og legsteinninn við Haukadals-
kirkju eru ótvíræð merki um
hversu lifandi þjóðsagan af Berg-
þóri er og hefur verið.
Dómnefndinni fannst þessi til-
laga samræmast vel markmiðun-
um, auk þess sem slíka gripi vant-
ar á minjagripamarkaðinn bæði
fyrir innlenda sem erlenda ferða-
langa. Hún fullnægir einnig mark-
miðum um nýtingu á íslenskum
viði. Vinnslan gerir ekki kröfur um
flókinn tækjabúnað né aðstöðu.
Verðlaunin voru 100.000 kr. og
gaf Límtré hf á Flúðum fé til verð-
launanna.
Nú er unnið að undirbúningi
að fjöldaframleiðslu með því m.a.
að skipta verkefninu upp í hag-
kvæma verkþætti og tímamæla
þá. Fyrir liggur að finna fólk sem
tilbúið er að taka þátt í framleiðsl-
unni. Vonast er til að Bergþór
finnist í verslunum í sumar, a.m.k.
til reynslu, en allt bendir til þess
að Bergþór í Bláfelli muni enda
inni á fjölmörgum heimilum inn-
anlands sem utan.
Texti og mynd:
Ólafur Oddsson
Islensk karlmannaföt 1740-1850
Fríður Ólafsdóttir dósent hefur um
árabil unnið að rannsóknum á ís-
lenskum karlmannafatnaði.
Lega Islands, landshættir, veð-
urfar og hráefni til fatagerðar voru
fyrr á öldum afgerandi fyrir klæða-
burð Islendinga en samfélagslegir
þættir, verkkunnátta og mismun-
andi þjóðfélagsaðstæður gegndu
einnig veigamiklu hlutverki og
þannig urðu til íslensk sérein-
kenni.
Bókin íslensk karlmannaföt frá
1740-1850 lýsir varðveittum ís-
lenskum karl-
mannaflíkum í
texta og mynd-
um. Flíkurnar
eru varðveittar
í Þjóðminja-
safni Islands og
Nationalmu-
seet í Kaup-
mannahöfn.
Þar sem hráefnið, sauðfjárullin, er
uppistaðan í varðveittum íslenskum
karlmannaflíkum er fjallað um eigin-
leika hennar og vinnslu í sérstökum
kafla. Sömuleiðis eru kaflar um
prjóna- og saumaþekkingu íslend-
inga til að gefa innsýn í vinnuaðferð-
ir við íslenska fatagerð fyrr á öldum.
Sérstakur kafli er um tengsl
varðveittra karlamannaflíka við
svokallaða þjóðlega búninga eða
þjóðbúninga íslenskra karla. Einnig
eru í bókinni nákvæmar teikningar
af formum flíkanna og niðurstöður
um vinnuaðferðir og útfærslur.
Bókin er í skemmtilegu, hand-
unnu bandi sem unnið er af höf-
undinum.
ISLENSK
karlmannaföt
NORRÆNU HEIMILISIÐNAÐARBLÖÐIN
Danska blaðið
Nafn: Husflid.
Utgefandi: Dansk Husflidsselskab.
Kemur út 6 sinnum á ári.
Áskriftargjald: 210 Dkr.
Heimilisfang: Husflid,
Tyrebakken 11,
5300 Kerteminde,
Danmark.
Netfang: dansk@husflid.dk
VtrktUdet! Lag dtn tgtn boa
Norska blaðið
Nafn: Norsk Husflid.
Útgefandi: Norges Husflidlag.
Kemur út 5 sinnum á ári.
Áskriftargjald: 255 Nkr.
Heimilisfang: Norsk Husflid,
Kirkegt. 32, Pb 860 Sentrum,
0104 Oslo, Norge.
Sænska blaðið
Nafn: Hemslöjden.
Útgefandi: Svenska
Hemslöjdsföreningarnars
Riksförbund, SHR.
Kemur út 6 sinnum á ári.
Áskriftargjald: 290 Skr.
Heimilisfang: Hemslöjden,
Kungsgatan 51
903 26 Umeá, Sverige
Netfang: tidskriften@hemslojden.org
Finnska blaðið
Nafn: TAITO (Hemslöjd och
konsthantverk med svensk bilaga).
Útgefandi: Förbundet for
Hemslöjd och Konsthantverk.
Kemur út 6 sinnum á ári.
Áskriftargjald: 281 Fim.
Heimilisfang: Taito, PL186,
Vastausláhetys,
Sopimus 00180/71,
00003 Helsinki, Finland.
48 Hugur og hönd 2000