Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 2

Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 2
3 C ■ ■■ U) fö 'Q) fö ro c E 'o> Heimilisiðnaðarfélagið og Árbæjarsafn Sýningar Á vegum félagsins og Árbæjarsafns hefiir verið efnt til tveggja sýninga í sumar um tóvinnu og faldbúninga sem hafa verið vel sóttar og fengið góð ummæli. Sýningin um tóvinnu mun standa í 2 ár og líkur á að Faldbúningasýningin geri það líka. Það er ánægjulegt að á þessu fyrsta ári félagsins á nýjum stað, Nethylnum, hafi tekist svo vel til með samvinnu við safnið. Oskandi er að sú samvinna dafni og styrki jafnt félag sem safn. Tóvinna Á tóvinnusýningunni er lýst sögu tóvinnu frá Iandmámi fram til loka 20. aldar. Sýnd eru sýnishorn af þeim mörgu afurðum sem unnar voru úr ullinni áður fyrr en sú vinna dalar er líður á 20. öldina og heyrir ekki lengur undir dagleg störf á heimilum, vélar hafa tekið við. En ullin var hráefnið sem fatnaður var unnin úr, hvort sem var til dagslegs brúks eða til hátíða auk þess sem framleiðsluvörur úr ull öfluðu heimilunum tekna. Áhöld sem notuð voru við vinnsluna og fjölbreyttir munir, nýir sem gamlir, unnir úr ull eru sýndir. Vísað er til orðtaka sem enn eru á vörum landans. Faldbúningurinn Faldafeykir er starfshópur innan félagsins sem hefur undanfarin ár unnið að heimildaöflun um gamla faldbúninginn en notkun hans lagðist af að mestu um miðja 19. öld. Markmiðið hefur verið að skýra gerð hans og skrá til framtíðarnota. Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að á námskeiðum í Heimilisiðnaðarskólanum er nú kennt að sauma faldbúninga. Kennslan felst í röð námskeiða þar sem hlutar búningsins eru teknir fyrir. Kennarar á námskeiðunum hafa allir tekið þátt í rannsóknarvinnunni. Sameiginlega hefur hópurinn saumað faldbúning sem er í eigu félagsins (sjá Hug og hönd 2003). Á sýningunni eru sýndir faldbúningar sem Faldafeykiskonur hafa unnið, tveir búningar eru sýndir í senn og skipt út mánaðarlega. Þjóðminjasafnið hefur einnig lánað á sýninguna muni og hluta af búningum. Tóvinnusýningin. Sýningfaldafeykis. Hugur og hönd hefur síðustu 6 árin veriðgefið út undir stjórn undirritaðrar og hefur verið afar ánœgjulegt að kynnast og starfa með ritnefndarkonum og þeim mörgu sem hafa lagt okkur lið á einn eða annan hátt. Nú tekur nýtt fólk við og óska ég þeim farsteldar í starfi. Þökk ykkur öllum. Heiður Vigfúsdóttir 2 HUGUR OG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.