Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 8
Elsa E. Guðjónsson (slenskur faldbúningur og danskur Amagerbúningur Fyrir tíu árum, nánar til tekið 17. janúar 1998, birti Lesbók Morgunblaðsins, bls. 1 og 8-9, greinina „Nýlega fundnar Islandsmyndir frá 18. öld,“ eftirÆsu Sigurjónsdóttur og Giséle Jónsson. Myndir þessar eru eftir franskan listamann, Pierre Ozanne (1737-1813) sem starfaði hjá franska sjóhernum og var með í för til Islands sumarið 1772 á freigátunni „La Flore“ undir forystu Jean René Antoine Marquis de Verdun de la Crenne (1741-1805), en Islandsferðin var hluti af víðtækum leiðangri sem gerður var út af Loðvík XV Frakkakonungi. Kom skipið til Vatneyrar, Patreksfirði 1. júlí og hafði þar viðdvöl til 20. sama mánaðar. (Framanskráð er lausleg samantekt á upplýsingum í ofannefndri grein bls. 8-9). Samkvæmt riti leiðangursstjórans, Verdun de la Crenne, Voyagefaitparordredu Roi en 1771 etl772... (Paris, 1778), sem 1. mynd. Kona í faldbúningi. Mynd eftir Pierre Ozanne. „Islensk kona. Patreksfjörður. 5. júlí 1772.“ Mynd teiknuð með tveimur litum. Stœrð frummyndar um 20x25 cm. I einkaeign. 2. mynd. Stúlka/kona, að líkindum í Amagerbúningi. Mynd eftir Pierre Ozanne 1772. „Patreksfjörður, ísland. “ Mynd teiknuð í tveimur litum. Stœrð frummyndar um 20x25 cm. I einkaeign. vitnað er til í nefndri grein, höfðu leiðangursmenn samskipti við danskan einokunarkaupmann á staðnum, Dines Jespersen, og einnig við séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. Lesbókargreininni fylgja m.a. tvær myndir af konum, og segir þar að þær séu báðar klæddar íslenskum búningum. A það örugglega við um konumyndina á bls. 1; hár hvítur, lítillega frambeygður krókfaldur á höfði hennar og stinnur kraginn skera úr um það, auk þess sem myndin er sögð bera áletrun í efra hægra horni: „Islensk kona“ (sjá 1. mynd). Hinsvegar er öllu ólíklegra að klæðnaður konunnar á hinni myndinni, á bls. 9, sé íslenskur búningur, þótt dlraun sé gerð, í meginmáli á sömu blaðsíðu, til að lýsa honum sem slíkum (sjá 2. mynd). Höfundur þessa greinarkorns telur vafalítið að stúlkan/ konan á myndinni sé dönsk, klædd búningi af þeirri gerð sem tíðkaðist um þetta leyti með íbúum af hollenskum uppruna á Amager suður af Kaupmannahöfn, bæði hvað varðar höf- 8 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.