Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 21
Krosssaumur. Arið 2003. Stœrð 47x51 cm.
klukkustundum í að rekja hana upp og byrjar upp á nýtt.
Guðrún er mikill listunnandi. Hún nýtur þess að fara í leik-
hús, er í leiklistarklúbbnum Perlufestinni og finnst gaman að
dansa og syngja. En hún þekkir ekki mikið til myndlistar, hefur
aldrei lært formfræði, litafræði, listasögu og hún veit ekki hver
Kaffee Fassett er. Verkin hennar koma innan frá, kvikna úr ein-
hverju sem enginn veit hvað er, síst af öllum hún sjálf. Guðrún
saumar eins og aðrir listamenn mála, syngja eða dansa. En ekki
til að svara eftirspurn eða auka hróður sinn, heldur af því að í
henni býr hreinskipt og óskilgreind þörf til að tjá og skapa og í
krosssaumnum finnur Guðrún tjáningunni farveg.
Sýningar
Guðrún Bergsdóttir hefur haldið nokkrar sýningar á verkum
sínum. Arið 2003 sýndi hún krosssaumsmyndir í bókasafninu í
Gerðubergi og bókasafni Hafnarfjarðar. Hún hélt einkasýningu
ákrosssaumsmyndum
og tússmyndum í
Gerðubergi 2006-
7 og tók þátt í
sýningunni List án
landamæra með
Gjörningaklúbbnum
árið 2007. í lok árs
2007 var Guðrún
með tússmyndir á
sýningu Mary Ellen
Mark, Undrabörn, í
Þjóðminjasafninu.
í apríl/maí 2008
sýndi Guðrún valdar
krosssaumsmyndir
á Mokka, sem var
hluti af List án
landamæra.
Frá sýningu Guðrúnar í Gerðubergi árin 2006-2007.
HUGUR 0G HÖND 2008 21