Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 16

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 16
Oddný E. Magnúsdóttir Altarisdúkar í íslenskum kirkjum Kirkjur landsins geyma margar gersemar. Gripir kirknanna eru ólíkir að efni og formi og misáberandi. Altaristöflur munu að jafnaði vekja fyrr athygli en hvítir dúkar sem hvíla á ölturunum og láta minna yfir sér. Hér á eftir segir þó í stuttu máli frá verkefni þar sem altarisdúkar eru í aðalhlutverki. Fyrir rúmum fjórum árum hófst vinna við verkefni sem hlaut heitið Altarisdúkar í íslenskum kirkjum. Frumkvöðull verkefnisins var Jenný Karlsdóttir, kennari og handverkskona, en hún hafði lengi safnað og unnið með margs konar munstur og hannyrðir. Hugmyndina segir Jenný hafa kviknað þegar hún dvaldi við nám í Noregi og skoðaði þar söfn og kirkjur. Þá veitti hún því athygli að norskir altarisdúkar voru víða með sömu munstrum og hún þekkti í kirkjum heima á Islandi. Langaði hana að ráðast í að skoða altarisdúka í íslenskum kirkjum og safna fróðleik um munstur þeirra og gerð, en það virtist ekki hafa verið gert sérstaklega áður. Fékk hún undirritaða (sem er handmenntakennari og var á þessum tíma í þjóðfræðinámi) til liðs við sig í verkefninu. Vinnan fór rólega af stað og var ákveðið að afmarka verkefnið í fyrstu við eitt prófastsdæmi. Eyjafjörður varð fyrir valinu og var verkefnið unnið í samstarfi við prófastsdæmið og Minjasafnið á Akureyri1. Vinnu við 1 Nokkrir styrktarsjóðir hafa stutt verkefnið Altarisdúkar t íslenskum kirkjum, þar á meðal Kristnihátíðarsjóður. Stuðning þeirra ber að þakka. Frá sýningunni í Minjasajhinu á Akureyri í april 2006. Sýnd var Ijósmynd afhverri kirkju íprófastsdaminu og mappa með myndum af altarisdúkum hennar ásamt skráSum upplýsingum um hvern dúk. Ljósm: Jenný Karlsdóttir HekluS altarisbrún á MöSruvöllum (fram) í EyjafirSi, saumuS í handofinn hördúk. MunstriS tengist BárSardal, er hiS sama og á eldri og nýrri altarisdúk í Lundarbrekkukirkju. verkefnið lauk á vordögum 2006 með sýningu í Minjasafninu á gögnum úr rannsókninni. Sú sýning var sett upp aftur á Kirkjulistaviku á Akureyri 2007. Altarisdúkar í Eyjafirði Vinnan við verkefnið í Eyjafjarðarprófastsdæmi var í aðalatriðum tvíþætt. Annars vegar var hún fólgin í heimsóknum í allar kirkjur á svæðinu, skráningu og Ijósmyndun dúkanna þar, en hins vegar í frekari öflun upplýsinga og úrvinnslu gagna í tölvu. Lögð var áhersla á að skoða og skrá alla dúka kirknanna, jafnt eldri og aflagða sem hina nýrri. Jafnframt var fróðleik um sögu dúkanna safnað eftir föngum. I því efni nutum við hvarvetna góðrar aðstoðar heimafólks, sóknarnefnda og umsjónarfólks kirkna. Eiga allir sem lögðu okkur lið við verkefnið þakkir skildar. Ekki kom á óvart að altarisdúkar eru nokkuð mismunandi að gerð og taka mið af aðstæðum í hverri kirkju fyrir sig. Sumir þeirra hylja borðflöt altaris og eru jafnframt með munst- urblúndu (öðru nafni altarisbrún) sem nær fram af brún altaris- ins. Aðrir dúkar liggja yfir altarið og falla einungis út af hliðum þess. Enn aðrir hvíla aðeins ofan á altarisborðinu. Oft eru altarisdúkarnir með einhverju handunnu munstri en sumir eru þó sléttir og óskreyttir. Munstur dúkanna geta verið margvísleg en flest eiga það sameiginlegt að fela í sér trúarleg tákn. Altarisdúkar sem verkefnið náði til voru allir hvítir. I Eyjafirði reyndust þrjár aðferðir vera algengastar við gerð handunninna altarisdúka: hvítsaumur (feneyjasaumur), harð- angurssaumur og hekl. 16 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.