Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 10
Lilja Árnadóttir Yfir hafið og heim íslenskir munir frá Svíþjóð Sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins 5. júní 2008 -31. janúar 2009 I ársbyrjun 2008 veitti Þjóðminjasafn Islands viðtöku til ævarandi varðveislu tæplega átta hundruð íslenskum gripum frá Nordiska museet í Stokkhólmi. Afhendingin var bæði sjálfsagt og kær- komið tilefni til þess að efna til mynd- arlegrar sýningar, sem opnuð var þann 5. júní 2008 og heitir Yfir hafið og heim. Islenskir munir frá Svíþjóð. Þar eru sýndir flestir þeir gripir sem fluttir voru yfir hafið á síðari hluta 19. aldar og aftur heim í ár. Markmiðið með sýningunni er að gefa safngestum kost á því að virða fyrir sér hið mikla magn gripa sem kom til baka eftir langan tíma og veita jafn- framt innsýn í það hvernig hlutir eru varðveittir á safni. Sjálfur samningurinn um afhendinguna markar tímamót í samstarfi safna. Mjög margir útskornir gripir úr tré, s.s. kistlar og rúmfjalir, eru meðal gripanna, fjöldi muna sem tengjast reiðverum, söðuláklæði, búningar og búningahlut- ar, búningaskart, rúmábreiður og margs konar áhöld og verkfæri. Gefið var út rit undir sama nafni Yfir hafið og heim og er í því að finna ýmislegt um gripina og söfnun þeirra. Ritið er prýðilega myndskreytt og þar er listi yfir alla gripina. Ljósm. Birgir Guðjónsson Rúmábreiður, útskornir kistlar og reiðtygjabúnaður. 10 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.