Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 22
Sigríður Sigurðardóttir
Bryndís Zoega
Fornverkaskólinn
Allir sem kynnst hafa varðveislu gamalla bygginga hafa orðið
þess áskynja að án manna með þekkingu og reynslu á þeim
handverksaðferðum sem byggingarnar eru sprottnar af, glatast
þær á skömmum tíma. Uti í Evrópu þar sem markverðustu
byggingarminjar eru oftar en ekki úr steini, sem endist öldum
og jafnvel árþúsundum saman, lúta störf að varðveislu að vissu
leyti öðrum lögmálum en við okkar aðstæður, sem einkennast
af eins forgengilegum efnum og torfi og timbri. Þegar um er
að ræða slík byggingarefni þarf jafnvel að endurbyggja hús og
önnur mannvirki á nokkurra áratuga fresti. Þá skiptir máli að
handverksþekking sú, sem upphaflega mannvirkið spratt afi
sé fyrir hendi. Ef svo er ekki er hætt við að húsið eyðileggist
eða verði endurbyggt í annarri mynd en það hafði og glati þar
með menningarsögulegu gildi sínu. Forsenda góðrar varðveislu
byggingararfs erþekking ogþjálfun íþeirri handverksmenningu sem
skóp viðkomandi byggingar. Því skammlífari sem byggingarefiin
eru þeim mun mikilvagara er handverkið í varðveisluferlinu.
Timbur, grjót og torf voru meginbyggingarefni fyrr á öldum.
Timbur heldur enn gildi sínu í nútíma byggingariðnaði þótt
vinnuaðferðir hafi breyst. Góður smiður þarf aðeins varfærni
og góða viðbótarþjálfun til þess að geta unnið að viðhaldi gam-
alla timburhúsa. Torf er hins vegar ekki lengur notað sem bygg-
ingarefni. Það tilheyrir handverksmenningu sem lifir aðeins
vegna þess að ákveðið hefur verið að halda við nokkrum fjölda
torfbæja sem taldir eru hafa menningarsögulegt gildi. Raunar
er íslenskur torfbær aldrei fullbyggður, eða í endanlegri mynd,
því að hann er nánast samfellt byggingarferli frá því að horn-
Fyrsta húsið sem varð fyrir valinu til endurreisnar á Tyrfingsstöðum
voru svokölluð Hólhús, tveggja króa fárhús á miðju túni. Allt var
mœlt, myndað, skráð og hreinsað varlega áður en endurhleðsla hófst.
Veggir voru hlaðnir í sömu mynd ogfyrr, úr samskonar efni. Grjót
og strengjahleðsla í eins metra hað hélt sér en efri hluta veggjanna,
sem voru úr klömbruhnaus og streng, þurfii að endurnýja.
Ljósm: Bryndís Zoéga
Afyrra námskeiðinu voru veggir hlaðnir ifulla hœð ogá því seinna
voru húsin tyrfð.
steinn var lagður. Á hverju ári þarf að dytta að honum og sum
ár þarf að endurbyggja einhvern hluta hans.
Þekking á handverki, einkum því sem tengist meðferð og
vinnslu torfs og timburs til varðveislu á byggingararfi okkar,
er á hverfanda hveli. Eina leiðin til að verjast því að þekkingin
hverfi er að bregðast við. Allt bar að sama brunni að svo yrði
gert í Skagafirði. Byggðir Skagafjarðar eru enn auðugar af minj-
um um íslenska byggingarsögu og búsetulandslag landbúnaðar
og á undanförnum árum hefur Byggðasafn Skagfirðinga safnað
heimildum um torf- og grjóthleðslu og staðið fyrir húsakönn-
unum, sem koma sér vel fyrir öflun upplýsinga um handverkið
og vinnslu efnisins og vel má læra af. Þá búum við svo vel að
eiga aðgang að afbragðs handverksmönnum sem vilja gjarna
taka þátt í að halda við gömlu byggingarhandverki. Þetta
eru smíðakennarar Smíðadeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki og Helgi Sigurðsson frá Stóru-Ökrum.
Auk þess fer áhugi vaxandi á að efla kennslu um verkþekkingu
og verktækni á öllum skólastigum.
Þessi staða varð til þess að Byggðasafn Skagfirðinga, Fjöl-
brautaskóli Norðurlands vestra og Hólaskóli-Háskólinn á
Hólum stofnuðu til samstarfs um Fornverkaskólann vorið
2007. Fornverkaskólinn gengur út á að bjóða námskeið þar
sem kennt er handverk sem tengist byggingararfi okkar.
Námskeiðin fylgja sérstakri námsskrá og taka mið af skipulagi
minjavörslu og varðveislu íslensks byggingararfs á grundvelli
opinberra reglna um minjavernd. Kennslan getur einnig tekið
til fleiri fornverka.
Meginmarkmið Fornverkaskólans eru að bjóða kennslu í
vinnubrögðum og verklagi í hefðbundnu íslensku bygging-
arhandverki:
22 HUGUROG HÖND 2008