Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 4

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 4
Elsa E. Guðjónsson Fáein orð um lausavasa Á fyrstu árum Þjóðminjasafns íslands, meðan það enn var nefnt Forngripasafn Islands, bárust því margar góðar gjafir eins og svo oft endranær. Sumar láta meira yfir sér en aðrar, en margt af því smáa er engu að síður þýðingarmikið til þess að gefa heildarmynd, ef það mætti takast, af kirkjumunum og húsbúnaði, amboðum, klæðnaði og hvaðeina annað sem tilheyrði daglegum störfum og hátíðastundum manna og kvenna á liðnum öldum. Á haustdögum 1866, nánar tiltekið 15. september, færði Katrín Þorvaldsdóttir (f. 1829, d. 1895) húsfrú í Reykjavík, þá nýgift (25.8.1866) seinna manni sínum, Jóni Árnasyni bókaverði,[l] safninu þrjár slíkar gjafir (Þjms. 347-349), sem eflaust hafa talist til þess smærra en vekja samt athygli í nútímanum, enda hafa ekki varðveist mörg eintök af sambærilegum hlutum. Tveir þessara hluta voru „baldýruð spaðahúfa“ sögð vera úr Hrappsey en gerð af dætrum Skúla 1. mynd. Skatteraður lausavasi. Stœrð: hœð 28 cm, breidd 19 cm. Þjms. 349. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Islands, Ivar Brynjólfsson. Magnússonar landfógeta, og útsaumaður prjónakoddi úr silki með ártali 1776 og fangamarki einnar þeirra, H. S. [d.], Halldóru (f. 1750, d. 1829), eiginkonu Hallgríms Bachmann, fjórðungslæknis í Bjarnarhöfn.[2] Þriðji gripurinn var „kvennvasi, allur saumaður með skatteruðum(?) rósum marglitum" eins og Sigurður málari Guðmundsson, forstöðumaður safnsins, komst að orði í skrá safnsins (1. mynd). Ekkert frekar kemur fram í skrá Sigurðar um kvenvasann, [3] og verður manni á að ætla að hann geti hafa verið úr eigu gefandans sjálfs, húsfrúar Katrínar. Hún var dóttir Þorvalds umboðsmanns Sívertsen í Hrappsey, og hafði áður (1849-1859) átt séra Lárus M. Johnsen í Skarðsþingum og búið þá að Dagverðarnesi. [4] Hins vegar er ekki óhugsandi að einnig vasinn hafi verið handaverk einhverrar dóttur Skúla landfógeta, og þá einna helst Halldóru sem fyrr var nefnd. Vasinn er úr svarbláu klæði, 28x19 cm að stærð. Hann er bryddur rauðu ullarefni og hefur tilsvarandi brydding verið á lóðréttu vasaopinu á honum miðjum sem nær um það bil hálfa leið niður eftir framhliðinni. Hún er öll þakin útsaumi og einnig er útsaumur innan í vasanum á bakhlið fyrir miðju, undir opinu. Sigurður Guðmundsson setti spurningarmerki við saumgerð vasans, skatteringu, í prentuðu safnskránni; þess hefði þó ekki þurft því að saumgerðin á honum er einmitt skattering sem svo var kölluð, [5] en sumir nefndu skyggingu á síðastliðinni öld.[6] Einna helst má lýsa skatteringarspori svo að það sé afbrigði af flatsaumi þar sem saumgarnið liggur nán- ast allt á rétthverfunni,[7] og mátti því spara með því talsvert af vandfengnu og/eða dýru útsaumsgarni. Skattering fór að tíðkast undir lok 18. aldar og var í fyrstu mest höfð við saum úr mislitu ullarbandi og síðar einnig silkigarni (snúrusilki) í klæði. Skatteringarmunstrin voru oftast litskrúðug blóm, til dæmis í jurtapotti eins og hér.[8] Skattering mun þó einna helst hafa tíðkast sem skreyting neðan á samfellum kvenna á seinni hluta 19. aldar og fram á 20. öld, og gerði Sigurður Guðmundsson málari mikið af uppdráttum, einkum eftir íslenskum blómum, til þeirra nota.[9] Eitt dæmi um skatteraða samfellu er þó þekkt þegar frá lokum 18. aldar; er samfella þessi í Þjóðminjasafni Islands (Þjms. 441), seld safninu árið 1868. Er munstrið á henni úr marglitum og marg- víslegum blómum, en þeim fyrirkomið á óvenjulegan hátt, þar sem blómstönglunum er raðað hlið við hlið allt í kringum samfelluna neðanverða. Samfellu þessa saumaði Halldóra Skúladóttir sem fyrr var getið, á árunum 1790-1798 og gaf Valgerði Jónsdóttur, konu Sigmundar bónda Magnússonar í Akureyjum, fyrir brúðarbúning að því er segir í safnskrá.[10] Skatteruð sessuborð frá seinni hluta 19. aldar hafa einnig varð- veist í Þjóðminjasafni.[l 1] I skýrslu safnsins 1866 nefndi Sigurður Guðmundsson 4 HUGUROG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.