Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 7
5. mynd. Lyklasylgjur eða lyklahringar frá fyrri tíð. Séra
Steingrímur Jónsson í Odda, síðar biskup, skrifaði í bréfi til dönsku
fornleifanefndarinnar drið 1818, að slíkir gripir hefðu áður verið
nefndir konfund eða vasahringar. Teikningar í bréfi séra Steingrims.
Ur Sveinbjörn Rafhsson (útg.), Frásögur um fornaldarleifar 1817-
1823, /-// (Reykjavík, 1983), I, bls. 137.
vottar aðeins fyrir þeim á vasa Astríðar: litlum kappmelluðum
lykkjum beggja vegna aftan á vasastrengnum þar sem hægt
hefur verið að draga í granna snúru, og á skatteraða vasanum:
leifum af nálsporum efst til beggja hliða sem gætu bent til að
þar hafi verið fest bönd til að binda vasann um mittið, en slík
festing þekkist á lausavösum frá ýmsum þjóðlöndum frá fyrri
tíð. Snið vasanna virðist hafa verið með tvennu móti: með opi
þvert yfir ofan til eða með lóðréttu opi fyrir miðju ofan frá
og niður undir miðjan vasa. Þar eð þrír vasanna eru skreyttir
vönduðum útsaumi er sennilegast að þeir hafi verið bornir
utan fata svo í þá sæist að minnsta kosti að einhverju leyti,
ef til vill eins og í Danmörku, þar sem lausavasar voru hafðir
undir svuntunni öðrum megin svo rétt sást í smárönd af þeim
undan henni.[25]
Þess skal getið að eftir að lokið var við ofangreind skrif varð
höfundur þess áskynja að enn einn íslenskur lausavasi væri í
vörslu Þjóðminjasafns Islands, í safni því af íslenskum gripum
sem nýlega barst því frá Norræna safninu í Stokkhólmi (Þjms.
2008-005-346; áður NMS 65085). Er vasinn 29 cm á hæð og
19,5 cm á breidd, glitsaumaður, með eignarmarki RMDA[26]
og jurtapotti með marglitum stílfærðum blómum. Hann er nú
á sýningunni Yfir hafið og heim. Islenskir munir frá Svíþjóð, í
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Tilvitnanir
[1] Páll Eggert Ólason, íslenzkar œviskrár,Y-Y (Reykjavík, 1948-1952),
II, bls. 49-50: Jón Árnason (f. 1819, d. 1888).
[2] Halldóra Skúladóttir: sjá Páll Eggert Ólason (1949), II, bls. 279-
280. - Sigurður Guðmundsson, Skýrs/a um Forngripasafn Islands í
Reykjavtk. I. 1863-1866 (Kaupmannahöfn, 1868), bls. 140, Þjms.
347 og 348.
[3] Ibid., bls. 140, Þjms. 349.
[4] Páll Eggert Ólason (1950), III, bls. 49 og 388-289.
[5] Þóra Pjetursdóttir, Jarþr. Jónsdóttir og Þóra Jónsdóttir, Leiðarvísir
til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir (Reykjavík, 1886), bls. 11-13.
Sjá einnig Guðrún Gísladóttir (útg.), Um íslenzkan faldbúning með
myndum eptir Sigurð málara Guðmundsson (Kaupmannahöfn, 1878;
2. útg. Reykjavík, 2006), bls. 24-26.
[6] Inga Lárusdóttir, „Vefnaður, prjón og saumur,” Iðnsaga Islands, I-II
(Reykjavík, 1943), II, bls. 185.
[7] Elsa E. Guðjónsson, Islenskur útsaumur (Reykjavík, 1985a; 3. útg.
Kópavogi, 2008), bls. 45-46.
[8] Ibid, bls. 45.
[9] Loc .cit. - Idem, Islenzkirpjóðbúningar kvenna frá 16. öld til vorra
daga (Reykjavík, 1969), bls. 58; idem, „Til gagns og fegurðar. Sitthvað
um störf Sigurðar málara Guðmundssonar að búningamálum,”
Hugur og hönd. Rit Heimilisiðnaðarfélags Islands 1988 (Reykjavík,
1988), bls. 26-31; idem, Með silfurbjarta nál. Islenskar hannyrðakonur
og handaverk peirra. Sýning í Bogasal Þjóðminjasafns Islands júlí-
október 1985 (Reykjavík, 1985b), bls. 25, nr. 38: Þjms. 10550b.
[10] Sigurður Guðmundsson, Skýrs/a um Forngripasafn Islands í
Reykjavík, II. 1867-1870 (Kaupmannahöfn, 1874), bls. 48; Elsa E.
Guðjónsson (1985b), bls. 21, nr. 22.
[11] Idem (1985a/2008), bls. 45; og idem, (1985b), bls. 24 og 25, nr. 35
og 37: Þjms. 1975-228 og J.S.10.
[12] Þjóðólfr, 14:30-31:134,30. júlí 1862.
[13] Þjóðskjalasafn íslands (Þjskjs.), Rang. XII,11, Db. 1835-1836,
1.3.1836 og 10.1.1835.
[14] Sbr. Svavar Sigmundsosn, „Fikki, lumma vasi, ” Sjötíu ritgerðir
helgaðir Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977 (Reykjavík, 1977), bls.
713-714.
[15] Sigurður Guðmundsson (1868), bls. 139, Þjms. 343. Baukur úr búi
Eyjólfs „eyjajarls” d. 1865.
[16] Matthías Þórðarson, „Yfirlit yfir muni selda og gefna
Forngripasafninu 1907,” Arbók hins íslenzka fornleifafélags 1907
(Reykjavík, 1908), bls. 56. Þar er þó ranghermt að gripurinn sé
“ofinn með salúnsvefnaði að framan”. (Næsta nr. þar, 5460, er
einnig sagt salúnsofið, en er glitofið.) 1 safnskrá og Sarpi er vasinn
sagður úr “glitofnum dúk;” hið rétta er að hann er glitsaumaður. - I
Elsa E. Guðjónsson, “Skatteraður lausavasi,” Gersemar ogparfaping
(Reykjavík, 1994), bls. 18, var því miður stuðst við ofangreinda skrá
í Arbók 1907.
[17] Sjá Elsa E. Guðjónsson (1985a/2008), bls. 39, 37. mynd b. -í
idem (1994), bls. 18, var vasinn að óathuguðu máli ranglega sagður
glitsaumaður.
[18] Steingrímur Jónsson, „Oddi,” í Sveinbjörn Rafnsson, Frásögur
um fornaldarlefar 1817-1823, I-II (Reykjavík, 1983), I, bls. 136-
137. Höfundi hefur ekki tekist að finna þessum orðum um notkun
lyklahringa stað í ritum um norska þjóðbúninga. - Lausavasi á
norsku: leslomma, sjá Áse A. Lange, Bunader i Hedmark fylke (Oslo,
1980), bls. 112-113.
[19] Sbr. Jón Espólín, „Viðvík,” í Sveinbjörn Rafnsson, Frásögur um
forna/dar/eifar 1817-1823, II (Reykjavík, 1983), bls. 519, í skýrslu
frá 1818: „Konr höfdu Sylgiur á linda, edr látúns-og koparplötu
med mörgum götum, er lyklar voru festir á; hefir þat allt úreldst
um næstliðinn 50 ár” ... Cf. Matthías Þórðarson, Þjóðmenjasafn
Islands. Leiðarvtsir (Reykjavík, 1914), bls. 84 (... „lyklahringar ...
t.d. nr. 717, 770, 3151, 5235” ...); og Kristján Eldjárn, Hundrað ár
i Þjóðminjasafni (Reykjavík, 1962), 51. kafli. Sjá einnig Sigurður
Guðmundsson (1868), bls. 56, Þjms. 27 (sylgja eða lyklahringur);
bls. 59, Þjms. 38 (lyklasylgja); bls. 69, Þjms. 72 (lyklahringur); bls.
86, Þjms., 131 (lyklahringur); bls. 90, Þjms. 153 (lyklasylgja); Þjms.
154 (lyklasylgja); og Þjms. 155 (koparhringur ... líklega haíður fyrir
lyklahring); bls. 105, Þjms. 210 (lyklasylgja úr kopar).
[20] Daniel Bruun, „Den islandske kvinde og hendes dragt,”
Fortidsminder og nutidshjem paa Island (Kobenhavn, 1928), bls. 326:
nefnir skjóðurnar á handritamyndinni poka: Pose.
[21] Elsa E. Guðjónsson (1969), bls. 12,3. mynd.
[22] .Sjá idem, „Kirkjubekkir frá Stóra-Laugardal” Gersemarogparfaping.
Ur 130 ára sögu Þjóðminjasafns Islands (Reykjavík, 1994), bls. 144-
145, með mynd.
[23] Kristín Sigfusdóttir, Rit, I (Reykjavík, 1949), bls. 72-73, sbr. Svavar
Sigmundsson (1977), bls. 714.
[24] Elínborg Lárusdóttir, Tvennir timar. Endurminningar Hólmfríðar
Hjaltason (Akureyri, 1949) bls. 37.
[25] Um erlenda lausavasa, sjá til dæmis J.S. Moller, Folkedragter i
Nordvestsjœlland (Kobenhavn, 1926), bls. 95: (les lommep, Gudrun
Andresen og Klara Sarensen, Fra silkesko til bondens bo (án prentst.,
1988), bls. 103-104: (los/omme•); Anna-Maja Nylén Folkdrákter ur
Nordiska museets sam/ingar (Lund, 1971),bls.74: (kjo/sáckar, kjolváskor),
158. og 162. mynd; Susan Burrows Swan,American Needlework (New
York, 1976), bls. 77, 55. mynd (pocket)\ og „Wurttembergisches
Landesmuseum Stuttgart. Neuerwerbungen 1975, ,Jahrbuch der
Staatlichen Kunstsamm/ungen in Baden-Wúrttemberg, 13:253-255,
1976.
[26] Safnskrá Þjóðminjasafns íslands og Sarpur.
HUGUR 0G HÖND 2008 7