Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 9
3. mynd. Stúlka frd Amager. Málverk eftir Jens Juel frá um
1767. Stœrð 62,5x46cm. Gjöf til Amagermuseet 1972frá Ny
Carlsbergfondet. Mynd úr Zibrandtsen (1976), bls. 17.
4. mynd. Hálsklútur, kralevippetorklæde, hluti afbúningi
hollenskœttaðra Amagerkvenna m.a. á seinni hluta 18. aldar. I
Dansk Folkemuseum. Ljósmynd: Elna Mygdal, Amagerdragter
(1932), bls. 19, 20. mynd.
uðbúnaðinn og hálsklútinn (sjá 3. mynd). Hálsklúturinn/krag-
inn sem stúlkan á Patreksfirði var með 1772 mun vera sérstök
gerð af léreftshálsklúti, vippetðrklœde, sem konur á Amager
báru (sjá 3. og 4. mynd). Voru klútar þessir nefndir mismun-
andi nöfnum eftir gerð skúfa og skrauts sem á þeim var (sbr.
perlevippe- eða kralevippet0rkla.de, sjá Jan Zibrandtsen, Billeder
frá Amagermuseet (JA&berAi2.vn, 1976), bls. 17, og Elna Mygdal,
Amagerdragter. Vœvninger og Syningar (Kobenhavn, 1932), bls.
16, bls. 17, bls. 19, 20. mynd, bls. 51, 46. mynd, bls. 98-99,
bls. 141, 118. mynd og víðar).
Upplýsinga hefur verið leitað, en án árangurs enn sem komið
er, til danskra skjalasafna, Landsarkivet for Sjœlland, Lolland-
Falster og Bornholm og Rigsarkivet, um kaupmann Dines
Jespersen, hvort einhver tengsl gætu verið með honum eða
hans fjölskyldu við Amagerbúa; eða hvort ef til vill kynni að
hafa verið í þjónustuliði kaupmanns vinnukona eða barnfóstra
frá Amager. Enn hefur þó ekki tekist að finna heimildir um
Dines Jespersen, fjölskyldu hans eða þjónustufólk.
Aðalstræti 10
101 Reykjavík
HANDVERK OG HÖNNUN www.handverkoghonnun.is
CRAFTS AND DESIGN sýningar-ráðgjöf-bókastofa-fréttabréf
HUGUR OG HÖND 2008 9