Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 11
Margrét Linda Gunnlaugsdóttir
Altarisklæði Reykholtskirkju
r>|ötflfligl 10 lilini,'n(lUfU J1II) 1 í)U1
Endurgerða altarisklœðið. Það er ekki komið á sinn stað, en unnið er að smíðum nýs skáps eða
altaris undir það aðgamallifyrirmynd.
Árið 1719 sat kona nokkur í Borgarfirði
og lauk við að sauma út altarisklæði
fyrir kirkjuna í Reykholti. Efnið sem
hún saumaði í var heimaofið vaðmál
litað með innfluttum indigóbláum
lit. Utsaumsgarnið var handspunnið
ullargarn, sennilega af borgfirsku fé, litað
með íslenskum jurtum. Utsaumssporin
sem hannyrðakonan notaði var varpleggur
í útlínur og mislangt spor (listsaumur,
kunstbroderi) til uppfyllingar.
Nákvæmlega 222 árum seinna eða árið
1941 gaf Reykholtskirkja Þjóðminjasafni
Islands altarisklæðið. Var það þá orðið
töluvert götótt. Talið er að vaxið af tólg-
arkertunum, sem að öllum líkindum
hafa staðið á altarinu, hafi lekið niður
eftir klæðinu og að mýsnar sem voru
jafn hungraðar og almúginn hér á öldum
áður, hafi nagað tólgina og klæðið með.
Hver veit nema mýsnar hafi líka nagað
kögrið sem var undir altarisbrúninni og á
hliðum klæðisins því að það er greinilega
ekki upprunalegt.
Sóknarpresturinn í Reykholti hefur að
undanförnu verið að viða að sér gripum
frá 18. öld til að skreyta hliðaraltari
nýju kirkjunnar þar. Hann hafði hug á
að endurheimta gamla altarisklæðið en
starfsfólk Þjóðminjasafns vildi ekki Iáta
það af hendi. Forverðir safnsins höfðu
stungið upp á að endurgera klæðið fyrir
Reykholtskirkju. Undirrituð, sem er fyrr-
um starfsmaður safnsins, var að sniglast á
safninu um líkt leyti og hugmyndin um
endurgerðina kom upp. Þar sem hún
hefur fengist við endurgerð útsaums-
bekkja á gamla faldbúningnum sem eru,
eins og fram hefur komið, margir hverjir
saumaðir með sömu útsaumssporum og
eru á altarisklæðinu, bauðst hún til að
taka að sér verkið.
Vinnan hófst með því að klæðið var
myndað í bak og fyrir og rannsakað
Ljósm. Binni
gaumgæfilega. Þegar rangan var skoðuð
kom mjög á óvart að bláa vaðmálið og
jurtalitaða bandið hafði svo til ekkert
upplitast á réttunni. Norskt þjóðbún-
ingaefni í dimmbláum lit sem líkist gamla
heimalitaða indígólitnum, var pantað í
klæðið og gamalt jurtalitað kambgarn, úr
heimanmundi náinnar vinkonu, var valið
í útsauminn. Handverkskona í Þingborg í
Árnessýslu var síðan fengin til að jurtalita
ullarband í þeim litum sem á vantaði.
Þegar endurgera á útsaumað klæði er
byrjað á því að leggja gagnsæjan pappír
yfir frummyndina og munstrið gróf-
lega teiknað. Því næst er hvert munstur
teiknað upp fríhendis með hliðsjón af
ljósmyndum. Þá eru glærur eða arki-
tektapappír gataður eftir hverju munstri
og raðað á klæðið og hvítum olíulit síðan
þrýst gegnum götin. Þegar öll munstur
eru komin á réttan stað og olíuliturinn
orðinn þurr er hægt að byrja að sauma
út. Fyrst þarf að sjálfsögðu að velja litina
í hverja einingu.
Eftir margar ferðir í geymslur safnsins
var klæðið enn einu sinni skoðað og í
þetta skiptið til að velja rétta liti á réttan
stað. Þá kom í ljós að sú borgfirska á 18.
öldinni hefur átt takmarkað af sumum
litunum og er t.d. bekkurinn á hliðunum
og neðst á klæðinu ekki allur endurtek-
inn með sömu litum. Samt sem áður
er þess alltaf gætt að munstrið sé eins
báðum megin eða samhverft (symmetr-
ískt) að undanskildum röndóttum hring
í miðju. Það að hafa ekki allar munst-
ureiningar eins gefur klæðinu í heild
miklu líflegri heildarsvip og undirstrikar
að verkið er unnið í höndunum. Einnig
lífgar upp á að garnið er misgróft og
missnúðhart. Þetta var haft í huga við
valið á garninu í endurgerðina. Hefði ein
gerð af garni í mismunandi litum verið
notuð í allt verkið hefði útkoman orðið
mun líflausari og flatari. Utsaumssporin
sem notuð eru í endurgerða klæðinu
fóru að tíðkast á 17. öld. Varpleggur er
í útlínum og í stað mislangra spora til
uppfyllingar er blómstursaumur sem „á
erlendum málum er ýmist nefndur klofið
HUGUR OG HÖND 2008 1 1