Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 12
(Geir Waage, 1990:38-39). Er því mjög
sennilegt að þær hafi lært hannyrðir
á sínum yngri árum. Hafi konan sem
lauk við frágang á verki sínu árið 1719
verið búsett á prestsetrinu í Reykholti,
er Helga líklegri því að Hólmfríður var
þá komin á áttræðisaldur. Þar sem ekk-
ert fangamark er á gamla klæðinu verður
líklega aldrei hægt að færa sönnur á hver
vann verkið. Samt sem áður er það veg-
legur minnisvarði um iðjusemi formæðra
okkar á 18. öld.
Heimildir.
Geir Waage (1990). Reykholt: Sögustaður jyrr
og nú. Reykjavík: Reykholtskirkja, Snorra-
stofa.
Elsa E. Guðjónsson (2003). Islenskur útsaumur.
Kópavogi: Elsa E. Guðjónsson, 2. útg.
Gamla klœðið bœtt og lagfzrt á Þjóðminjasafni Islands. Ljósm. Asdís
spor eða klofinn varpleggur, en kallast á
íslensku einfaldlega blómstursaumsspor.
I fyrstu var blómstursaumurinn unninn
með ýmsum sporum, svo sem varplegg,
mislöngum sporum og fræhnútum" (Elsa
E. Guðjónsson, 2003:44-45).
Bekkurinn neðst og til hliðar á klæðinu
líkist mjög þeim bekkjum sem prýddu
samfellur (pils) faldbúninga kvenna á
öldum áður. I fyrstu eða í byrjun 18. aldar
virðast faldbúningar hafa verið skreyttir
með borðum neðst á samfellum en um
miðja 18. öld fara útsaumsbekkirnir að
sjást. Munstur mjög líkt því sem er á alt-
arisklæðinu er til á gamalli samfellu. Það
er því ekki fjarri lagi að álykta að konur
hafi tekið upp munstur af kirkjusaumi og
öðru sem til féll þegar þær fóru að skreyta
samfellur með útsaumi.
Þess má geta að vinnan við endurgerð
altarisklæðisins tók u.þ.b. fjóra mánuði
miðað við fjörutíu stunda vinnuviku.
Enn lengri tíma hefur það tekið að gera
gamla klæðið því að á þeim tíma þurfti
fyrst að rýja féð, þvo ullina, taka ofan af,
kemba og spinna allt band bæði í klæði
og útsaum og síðan að vefa dúkinn. Fyrir
litun á bæði dúk og bandi varð að afla sér
indígólitar og safna jurtum. Þá loks var
hægt að hefjast handa við útsauminn.
En hver skyldi hún hafa verið þessi
kona sem árið 1719 lagði síðustu hönd á
margra mánaða, ef ekki margra ára verk?
Arið 1692 vígðist Hannes Halldórsson
(f. 1668, d. 1731) sem aðstoðarprestur
föður síns Halldórs Jónssonar (f. 1626,
d. 1705). Síra Hannes varð prófastur í
Reykholti árið 1705 þegar faðir hans dó.
Móðir hans Hólmfríður Hannesdóttir
(f. 1641, d. 1731) bjó áfram í Reykholti
eftir að hún varð ekkja. Seinni kona
Hannesar og prestsfrú í Reykholti frá
árinu 1708 til 1730 var Helga Jónsdóttir
(f. 1678, d. 1730). Þessar tvær konur
bjuggu í Reykholti á þeim tíma er klæðið
var saumað. Hólmfríður var dóttir lög-
réttumanns en Helga dóttir sýslumanns
Nýja klœðið og það gamla, sama rósin.
12 HUGUR0G HÖND 2008