Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 13

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 13
 Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Þjms. 3024 Mig langar til aö spyrja þig, löngu horfna kona, hvað leiddi hendur þínar aö sauma þessar rósir í samfelluna þína? Og svona líka fínar! Var þaö þetta yndi, sem æskan haföi seitt þér í augu og hjarta? Eöa fyrir manninn, sem þú mættir fyrir nokkru, aö þú máttir til að skarta? Áttirðu þér leyndarmál, sem leyfðist ekki aö segja, en lærðir ekki aö skrifa? Eða væntirðu þér athvarfs þar, sem ekkert var að finna, þegar erfitt var að lifa? Var það lífs þíns auðlegð, eða blaðsins bitri kvíði þegar blómið hefur angað? Var það ást þín í meinum, eða eilífðardraumur, sem þú yfirfærðir þangað? En hver veit nema finnist þér fávíslegt að spyrja, hvað fólst í þínu geði, því ég er máske arftaki allra þinna sorga og allrar þinnar gleði? Halldóra B. Björnsson (1949). Ljóð. Reykjavík, Helgafell, s. 49. Munsturteikning Anna Lilja Jónsdóttir HUGUR OG HÖND 2008 13

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.