Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 24
Veggir hússins greru velyfir sumartímann, enda rakir og vel varðir
fyrir búfé. Þd parfað hreinsa jyrstu árin d meðan veggirnir eru að
porna og deyja svo að grasiðfeygi ekki torfiðjyrir aldurfiam.
Árið 2007 voru haldin 5 námskeið á vegum Fornverkaskólans:
3 torfhleðslunámskeið, 1 námskeið í vinnslu rekaviðar og 1 í
smíði einfaldrar húsgrindar. Alls sóttu 25 nemendur nám-
skeiðin.
Kennarar á námskeiðunum voru Bragi Skúlason trésmiður,
kennari við FNV, Búi Vilhjálmsson bóndi Fíafragili, Helgi
Sigurðsson torf- og grjóthleðslumeistari, Stóru-Ökrum og
Steinn Rögnvaldsson bóndi Hrauni. Á torfhleðslunámskeið-
unum var efnið tekið og unnið og tveggja króa fjárhús og
hestarétt endurgerð. Lögð var áhersla á að veggir bæru sömu
merki og upprunalegir veggir og nothæfir vegghlutar voru
gildaðir upp. Á rekaviðarnámskeiðinu voru sýndar mismun-
andi aðferðir við að afla rekaviðar, flytja hann, kljúfa, fletta,
rífa, saga, rista og búta niður og þurrka. Einnig mismunandi
notkun rekaviðar og eiginleikar hans sem byggingarefnis. Á
trésmíðanámskeiðinu var fjallað um viðgerðir á eldri bygging-
um og mannvirkjum úr timbri. Lögð var áhersla á mikilvægi
þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsanna. Farið var
yfir byggingarsögu, tæknilegar endurbætur, efnisval, fúa, veðr-
un, viðgerðir á grind og frágang.
Á árinu 2008 eru fyrirhuguð 6-7 námskeið á vegum
Fornverkaskólans. Grjóthleðslunámskeið hefur þegar farið
fram. Upplýsingar um væntanleg námskeið eru á heimasíðu
Byggðasafns Skagfirðinga - www.skagafjordur.is/byggdasafn,
Hólaskóla - www.hoIar.is eða Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra — www.fnv.is.
Námskeið
Heimilisiðnaðarskóians
haustið 2008
ÚTSAUMSSKÓLINN
Haustönn: Aukatími er í boði fyrir
nýja nemendur í yfirfærslu munstra.
Fyrirlestur verður um útsaum fyrir
nemendur og Heimilisiðnaðar-
félaga.
Námsþættir:
Upphækkaður útsaumur þ.e. út-
saumur sem rís úr efninu, upphafinn
saumur
Blómstursaumur og skattering
Frjáls útsaumur og þrykk
Svartsaumur
Vorönn: Á dagskrá verður safnaferð
til að skoða gamlan útsaum.
Námsþættir:
Gamli íslenski krosssaumurinn
Augnsaumur
Herpisaumur
Hedebo (Heiðabæjarsaumur)
Maí. Lokaverkefni fyrir þá nemendur
sem Ijúka við 4. önn.
Upplýsingar og skráning
í síma 895-0780 / 551-7800
mánud.-föstud. kl. 12-16
eða hfi@heimilisidnadur.is
«aS2
24 HUGUR0G HÖND 2008