Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 25
Jóhanna Pálmadóttir
Ábreiða Halldóru Bjarnadóttur
Halldóruteppi er 247x 157 sm að stœrð, band- og vélsaumað úr bómullarefnum.
Það er varðveitt d Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Veturinn 1936-1937 barst Halldóru Bjarnadóttur heimilis-
ráðunauti boð frá Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi
og Kvennasambandinu um að koma í heimsókn vestur um haf
og halda þar fyrirlestra og jafnframt að hafa meðferðis sýningu
á því sem helst væri á döfmni í hannyrðamálum Islendinga
en þar bar ullina hæst. Halldóra þáði boðið að heimsækja
Islendingabyggðir og að sjá og upplifa hvernig löndum okkar
þar búnaðist. Einnig mun löngun hennar til að kynnast
hálfsystrum sínum þremur og fjölskyldum þeirra, sem búsettar
voru í Vesturheimi, hafa haft sitt að segja.
Halldóra ferðaðist fram og aftur um Bandaríkin og Kanada
með töskur sínar ólæstar eins og hún segir í ævisögu sinni sem
skráð var afVilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, án þess að þjófar hefðu
áhuga á innihaldi þeirra. Þegar hún hélt fyrirlestra og sýn-
ingar klæddist hún ávallt skautbúningi móður sinnar, Bjargar
Jónsdóttur. Björg saumaði búninginn á árunum 1870 -'71. Sá
búningur er til sýnis í Halldórustofu Heimilisiðnaðarsafnsins
á Blönduósi.
Varð Halldóru að orði að hvar sem hún hafi komið og sagt
frá því sem væri að gerast hér heima, þá vissu Vestur-íslendingar
alltaf um það og jafnvel betur en hún sjálf. Einum karlinum
varð að orði: „Þú sagðir okkur ekkert sem við vissum ekki
áður.” Hún var mjög ánægð með hvað Vestur-íslendingarnir
fylgdust vel með því sem var að gerast hér heima. Hún heim-
sótti nánast alla þéttbýliskjarna þeirra og nokkur sveitabýli, alls
staðar var töluð íslenska.
I tilefni af komu Halldóru til Vesturheims saumuðu konur
í Kvenfélagi íslenskra kvenna í Winnipeg bútasaumsteppi til
að gefa henni að skilnaði þegar hún færi. Þær völdu munstur
er kallast vinahnútur, það var vel við hæfi. Mikið af teppinu er
saumað í saumavél en mest er handsaumað. Teppið er 247x157
sm að stærð, úr bómullarefni með blómamunstri í gulum litum
á hvítum grunni. Vandað er til verksins og vek ég sérstaka athygli
á köntum teppisins sem eru listilega gerðir. Þetta er fallegt teppi
sem hefur varðveist vel. Má geta sér þess til að þetta rúmteppi sé
elsta „orginal” bútasaumsteppi sem hefur varðveist hér á landi.
Halldóra segir sjálf að hún hafi einungis notað það á jólunum
og er sú hefð enn í heiðri höfð. Elín Sigurðardóttir forstöðukona
Heimilisiðnaðarsafnsins breiðir alltaf teppið yfir rúmið hennar
Halldóru á Þorláksmessu og þannig er það yfir hátíðirnar. Að
öðru leyti liggur það yfir rúminu til fóta svo að gestir safnsins getið
skoðað það.
HUGUR OG HÖND 2008 25