Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 27

Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 27
Urrfluga. eru hreinlega að svíkja mann. Mér verður alltaf minnisstætt þegar einn hnýtarinn bjó til svartan sporðdreka á öngul. Þegar hann svo lagði kvikindið fullklárað á borðið hörfuðu áhorfendur, og biðu þess eins að það myndi stinga einhvern. Flugur eru hnýttar fyrir bæði fersk- og saltvatnsfiska, allt frá örsmáum skraut- fiskum og upp í stóra túnfiska. Hnýttar flugur eru hins vegar fjarri því að vera eingöngu til að heilla fiska af ýmsum tegundum og talsvert er orðið um að hnýta flugur sem eyrnalokka, brjóst- og bindisnælur, armbönd, jólaskraut o. fl. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað unnt er að gera í þessu tómstunda- gamni, það fer aðeins eftir ímyndunarafli hvers og eins. Efni í flugur er mjög aðgengilegt nú- orðið, í raun má nota hvað sem er í flug- ur þó að vissulega séu sérvalin efni oftast notuð. Innflutningur á efnum er mikill, hár, fjaðrir og gerviefni eru til í fleiri gerðum og litum en ég kann að telja. Innlend efni eru einnig notuð, sennilega er algengast að nota refahár, hrosshár og ekki má gleyma ullinni ásamt ýmsu öðru sem til fellur. Allar flugur fá síðan eigið nafn og eru mörg þeirra nokkuð sérstök þó að það verði ekki talið hér. Það er athyglisvert að veiðimenn nota nánast alltaf sömu 10 flugurnar, ár eftir ár, enda hafa þær þá löngu sannað sig við veiðarnar. Þetta er í raun ekkert skrítið, verð á veiðileyfum hér á landi er orðið fáránlega hátt og eðlilegt er að menn Laxelva. noti flugur sem vitað er að „gefa vel“ en sói ekki löngum veiðitíma í að prófa eitt- hvað nýtt. Veiðimönnum finnst flestum að það sé skemmtilegast í veiðinni að fá fisk á flugu sem þeir hafa hnýtt sjálfir, hvort sem það er þekkt fluga eða eitthvað sem þeim hefur sjálfum dottið í hug. Mörgum sem ég hef hitt finnst vera flók- ið að hnýta flugu, en það er þó alls ekki raunin, helst er það haushnúturinn sem stendur í fólki. Þegar hann er kominn á hreint er þetta auðvelt mál. Aðgengi að kennslu í fluguhnýtingum er nú mjög gott, haldin eru námskeið og svo eru til mjög góðar kennslubækur og mynddiskar, ásamt góðum upplýsingum á vefnum. Þróun hnýtingarefna er mjög hröð og sum efni eru nánast úrelt þegar farið er með þau úr búðinni, einkum á þetta við um hnýtingartvinna og öngla. Það gefst varla tími til að fylgjast með allri þessari þróun. Mús. Tæki og tól til hnýtinga eru fáanleg af ýmsum gerðum, helstu tækin eru öng- ulhelda, tvinnahaldari, nálar, hnútatæki og skæri. Velur svo hver og einn sér fleiri áhöld til að bæta við safnið. Um tæki þessi gildir ákveðin regla, verðið fer eftir gæðunum en sáralítið eftir vörumerkinu. Eyða má stórfé í bestu tækin en það er líka unnt að eyða litlu og endurnýja þau oftar. Uppskrift að flugu getur litið svona út. Nafn: Hertoginn. Haus: Svartur Stél: Svartar fanir af hænufjöður. Vöf: Silfruð plastræma. Búkur: Brúnt flos. Skegg: Brúnar fanir. Vængur: Fyrst brún hár úr íkornaskotti, svört hár þar ofan á. Sjálfur er ég höfundur þessarar flugu og hefur hún gefið ágætlega í Noregi en þó einkum í Rússlandi. Eg ætla að leyfa mér að enda þessa grein á orðum sem bandarískur kunningi minn sagði eitt sinn á sýningu í Noregi, „Hver sá sem byrjar á hnýtingum, er í Dreki. raun kominn í skóla sem enginn hefur útskrifast úr”. Höfundurinn Sigurjón Olafsson er tvöfaldur Islandsmeistari í fluguhnýt- ingum og hefur hlotið fjölda erlendra verðlauna. Hann vísar lesendum á eft- irfarandi fróðleik um hnýtingar. Áhugaverðar bækur um hnýtingar Fyrir lax: Atlantic Salmon flies and fishing. Höf- undur Joseph D. Bates, jr. Stackpole Books, 1970. Oft einfaldlega kölluð „Biblían“ meðal hnýtara. Endurbætt útgáfa 1996 undir nafninu „Fishing Atlantic Salmon, the flies and the pat- terns“. Pamela Bates. Salmon Flies, their character, style and dressing. Poul Jorgensen, Stackpole Books, 1978. Fyrir silung: Streamerfly Tying and Fishing. Joseph D. Bates, jr. Stackpole Books, 1966. Flies, The Best One Thousand. Randle Scott Stetzer, 1992. Kennslubók. The Handbook of fly tying. Peter Gathercole. (Var lengi til á Bókasafni Seltjarnarness). Flestar þessar bækur er auðvelt að verða sér úti um á alnetinu, yfirleitt á vægu verði en hafa hins vegar ekki sést hér á landi lengi. Hér er aðeins stiklað á stóru, en aðgengi að góðum hnýtingarbókum er mjög gott í dag. Svo er að sjálfsögðu unnt að finna hvað sem er tengt hnýtingum á alnetinu, aðeins þarf að slá inn leitarorðið „Fly Tying" og halda síðan áfram. Þeir sem vilja sjá t.d. keppnisflug- ur geta farið á www.skogmus.no og þaðan inn á keppni í hnýtingum, Mustad Scandinavian Open, og séð þar frábærar hnýtingar. HUGUROG HÖND 2008 27

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.