Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 28
Heiður Vigfúsdóttir Einstakur hvítsaumsdúkur Ljósm. Binni Stœrð dúksins er 1,30 x 1,23 cm, ejniS er hör. Munstrið er endurtekið í öllum homum dúksins. Það var að vorlagi 2007 sem leitað var til Helgu Þórarinsdóttur en til hennar hefur verið gott að leita ráða um flest það er varðar handavinnu og hefur hún verið hjálparhella félaginu okkar á margan hátt. Þennan bjarta dag sat hún við sauma, hún var að ljúka við afar athyglisverðan dúk og aðspurð greindi hún frá sögu hans. Systir hennar Guðbjörg var um tví- tugt er hún sótti nám í Húsmæðraskóla Akureyrar árið 1949. Eftir að hafa saum- að fyrsta útsaumsverkefnið, poka fyrir munnþurrku sem hver námsmær merkti sér, tóku stærri viðfangsefni við. Eitt þeirra var að sauma hvítsaum. Dúkur var keyptur áteiknaður í verslun Margrétar Konráðsdóttur við Vesturgötu í Reykjavík en sú verslun hafði þá fjölbreytt úrval af vörum til handavinnu. Hóf Guðbjörg sauminn og vann hann til hálfs en varð að hætta við hann vegna veikinda. Dúkurinn sem var hálfsaumaður beið óhreyfður allt þar til að Helga tók að sér að ljúka við hann fyrir nokkrum árum að beiðni systur sinnar. Helga segist hafa verið að “dúlla” við saumana á sumrin helst þegar birta hafi verið hvað best og smám saman sá hún fyrir endann á verkinu. Má nefna sem dæmi að í fald- inum (húllsaumnum) er sama munstrið endurtekið 50 sinnum og var hún um klukkutíma að sauma hvert munstur. Dúkurinn var svo afhentur systurinni á afmæli hennar í nóvember 2007. Það eru óvenjustórir og veglegir grunn- ar í dúknum, ýmist með hedebosaum eða hvítsaum, sem gera hann svo sér- stakan og handbragðið er fallegt. Helga fann síðar það sem virðist vera upphafleg fyrirmynd að munstri dúksins í fjöl- fræðibók um útsaum.l) Leiðir Helgu hafa legið víða frá því hún ung gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og Helga áttreeð, árið 2007. 28 HUGUR 0G HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.