Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.2008, Side 29
kynntist þar fj ölbreyttri handavinnu. Hún nam síðar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og við Handavinnukennaradeild Kennaraskólans. Námskeið hefur hún stundað af kappi heima sem heiman. Leiðir hennar og Heimilisiðnaðarfélagsins hafa legið saman lengi. A fyrstu árum Heimilisiðnaðarskólans hóf hún að kenna þar gerð sauðskinnskóa og hefur hún ávallt verið félaginu hollur liðsmað- ur, óspör á góð ráð og að lána gripi sína Hedebosaumur er unninn í opinn grunn, þ.e. efniS hefur verið klippt í burtu og munstur er saumaS (brugðið) með nál og þrœði í gatið. á kynningar og sýningar á þess vegum. Helga hefur einnig starfað mikið innan Þjóðdansafélags Reykjavíkur allt frá upp- hafi, tekið þátt í að sauma þjóðbúninga, haft umsjón með búningum félagsins og séð um útleigu á búningum í eigu þess. Helga hefur lengi rekið þátt í far- fuglahreyfmgunni heima sem heiman og ferðast víða. I ferðum sínum hefur hún safnað ótrúlega íjölbreyttu hand- verki. Helga var handavinnukennari í Kvennaskólanum, Hagaskóla og í 25 ár í Öldurúnsskóla í Hafnarfirði. I tilefni þess að hún varð áttræð á liðnu sumri (2007) færir ritnefnd henni þakkir fyrir störf í þágu blaðs og félags og flytur henni innilegar árnaðaróskir. Heimild: Weldon's Encyclopedia of Needlework [1940?] Waverly Books, s. 153 og 480. I hvítsaumsgrunnum eru dregnir þrœðir úr efhinu en aðrir látnir standa eftir og er brugðið um þá þrœði með nálinni á margvíslegan hátt. Grunnar eru unnir með heklugarni nr. 40-50. Franskur saumur sem umlykur grunnana er líka í leggjum og blöðum og er saumaður með bródergarni með snúð nr. 25. Húllsaumur (raksaumur). Það tók Helgu klukkutima að gera hverja munstureiningu. Húllfaldurinn var saumaður með heklugarni nr. 40. HUGUR 0G HÖND 2008 2 9

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.