Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 30

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 30
Friðbjörg Kristmundsdóttir Skírnarkjóll Hugmyndin að skírnarkjól kviknaði við vitneskjuna um að fyrsta barnabarnið væri væntanlegt. Þar sem undirrituð er óvön bród- eríi og saumaskap var leitað aðstoð- ar hjá Helgu Jónu Þórunnardóttur sem hefur kennt frjálsan útsaum í Heimilisiðnaðarskólanum. Rætt var við hana um hvort þetta væri mögulegt. Hún tók hugmyndinni vel og sýndi kjól sem hún hafði sjálf saumað þegar hún var við nám í handavinnuskólanum í Skals í Danmörku. I framhaldi af þessu var ákveðið hvaða efni væru heppileg og fundið út hvar slík efni væri að fá. Námskeið í útsaumi hófst við Heimilisiðnaðarskólann 15. október 2007. I byrjun tók ég upp sniðið af kjól Helgu Jónu og sneið minn með lítils- háttar breytingum. Eg vildi hafa kjólinn síðari og síkkaði hann því um 20 cm. Upphaflega sniðið kemur sennilega frá Gunnild Gárdsdal stofnanda skólans í Skals og hefur því verið breytt og betr- umbætt í tímanna rás af kennurum skólans. Efnið í kjólnum er hör og er saumað í hann með bómullargarni, útsaumgerð- irnar eru nokkrar. Saumspor voru valin Hluti afmunstrinu. Það hefur verið gatað og er tilbúið til að þrykkja með lit á efnið. Saumað er með ýmsum útsaumssporum. með það í huga að notað er íslenskt munstur og hefðbundin saumgerð. Blómstursaumur er í öllum útlínum, flatsaumur í fylltum laufblöðum og síðan húllsaumur og fleiri saumgerðir til skrauts. Kjóllinn þveginn og straujaður, tilbúinn. 30 HUGUR OG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.