Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 31

Hugur og hönd - 01.06.2008, Blaðsíða 31
Amman og barnabarniS, kjóllinn vígður. Kjóllinn er opinn í bakið og eru faldur og saumar á baki húllfaldaðir. Framan á ermura og á lausum kraga eru fíngerðir hnútar saumaðir í kantinn og síðan fald- að með húllsaum. Upprunalega munstr- ið neðan á kjólnum er eftir Sigurð málara Guðmundsson en hann hannaði það fyrir kyrtil. Leyfði ég mér að fara frjáls- lega eftir fyrirmyndinni og bæði smækka og stílfæra munstrið eftir mínu höfði. Munstrið var síðan þrykkt á efnið með hefðbundinni aðferð með bláum lit. Undirkjóllinn er úr blöndu af bómull og hör, heill að framan en að aftan opinn. Hann er vélsaumaður með blúndukanti að neðan og smelltur á öxlum. Þar sem ég er hvorki vön útsaumi né vélsaumi hefur mér komið á óvart hversu tímafrek þessi vinna hefur verið, að minnsta kosti 400 stundir, en ánægjan sem fylgt hefur saumunum hefur verið mér hverrar mínutu virði. Námskeiðinu lauk í byrjun desember 2007, en gerð kjólsins í byrjun febrúar 2008. Það stendur til að sauma í kjólinn nöfn og skírnardaga þeirra barna sem skírð verða í honum í framtíðinni. Kjólnum fylgir einnig bók sem í verða færðar nán- ari upplýsingar um skírnina svo sem um prest og skírnarvotta ásamt mynd af við- komandi barni. Þj óðbúningas tofan Nethyl 2E 110 Reykjavík Sími 551 8987 GSM: 898 4331 / 898 1573 netfang: upphlutur@simnet.is Saumum allar gerðir íslenskra búninga. Mátum, breytum og metum eldri búninga. Tökum í umboðssölu gamla búninga og búningasilfur. ÞJÓÐBÚNINGALEIGA FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA KOLFINNA SIGURVINSDÓTTIR Efstasundi 37 • 104 Reykjavík • ísland Sími: 553 8955 • Gsm: 893 8949 • kolfinnas@seljaskoli.is • www.kolfinna.is HUGUR 0G HÖND 2008 31

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.